Fundargerð hreppsráðs 7.5.2020

07.05 2020 - Fimmtudagur

Fundur nr. 15 kjörtímabilið 2018-2022


Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 7.5.2020 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00.

Mætt til fundar: Íris Grímsdóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Sigríður Bragadóttir.

Einnig sat fundinn Sara Elísabet Svansdóttir, starfandi sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Fundargerðir
a. Menningarmálanefnd 16.4
Lagt fram til kynningar.
b. Menningarmálanefnd 27.4
Lagt fram til kynningar.
c. Menningarmálanefnd 30.4
Liður 1 og 2: Umræða um Vopnaskak
Hreppsráð tekur undir bókun nefndarinnar og styður við það að halda umræðunni opinni í ljósi þess hve ástandið er að breytast hratt í samfélaginu.
Liður 4: Styrkbeiðni tónleikakóra Vopnafjarðar
Vegna breyttra forsenda er starfandi sveitarstjóra falið að hafa samband við kórmeðlimi.
Hreppsráð áréttar að nefndir séu fullmannaðar á fundum og varamenn boðaðir inn ef aðalmenn komast ekki.
d. Æskulýðs- og íþróttanefnd 27.4
Lagt fram til kynningar.
e. 881.fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga 24.4
Lagt fram til kynningar.
f. 882.fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga 30.4
Lagt fram til kynningar.
g. 155.fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands 28.4
Lagt fram til kynningar.

2. Almenn mál
a. Samningur á milli Austurbrúar og Vopnafjarðarhrepps 2020-2022
Lagt fram til kynningar. Starfandi sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með Austurbrú um starfsemina.


b. Menningarstyrkir til jaðarsvæðis – greinargerð
Hreppsráð lýsir yfir ánægju sinni með greinargerðina sem menningarmálanefnd, starfsmaður Austurbrúar og verkefnastjóri frístunda æskulýðs- og fjölmenningarmála unnu í sameiningu. Verkefnastjóra frístunda æskulýðs- og fjölmenningarmála falið að vinna verkefnið áfram. Hreppsráð leggur til að hópurinn nýti sér úrræði Austurbrúar við útfærslu verkefnisins. Samþykkt samhljóða.


c. Drög að samningum um refa- og minkaveiðar í Vopnafjarðarhreppi
Farið yfir drög að samningum um refa- og minkaveiðar í Vopnafjarðarhreppi og þær samþykktar með smávægilegum breytingum. Hreppsráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja þær á fundi sínum 20.maí 2020 ásamt reglum um refa- og minkaveiðar í Vopnafjarðarhreppi. Samþykkt samhljóða.


d. Framlenging á yfirdráttarheimild
Baldur Kjartansson, fjármálastjóri, kom inn á fundinn 09:56 og fór yfir ástæðu erindisins. Samþykkt samhljóða.


e. Erindi frá Jörgen Sverrissyni – kaffihúsið Kaupvangi og tjaldsvæðismál
1. Bréf frá Jörgen lagt fram varðandi rekstur á kaffihúsinu Kaupvangi: Hreppsráð felur starfandi sveitarstjóra að boða til fundar með hreppsráði og rekstraraðila kaffihússins vegna hugmyndar að breyttu rekstrarfyrirkomulagi kaffihússins.
2. Bréf frá Jörgen lagt fram varðandi tjaldsvæðismál: Hreppsráð tekur vel í þessar hugmyndir um tjaldsvæði á Merkistúni og felur starfandi sveitarstjóra að taka saman hver kostnaður sveitarfélagsins yrði við verkefnið.


f. Vallarhús – rekstur og utanumhald
Hreppsráð felur starfandi sveitarstjóra að eiga áframhaldandi viðræður við stjórn Einherja um daglegan rekstur á Vallarhúsinu þá mánuði sem fótboltatímabilið er í gangi, eða frá maí til september 2020. Beiðni Einherja varðandi gamla vallarhúsið og gáminn er vísað til skipulags- og umhverfisnefndar. Samþykkt samhljóða.


g. Ráðning sveitarstjóra
Hreppsráð leggur til við sveitarstjórn að ráða Söru Elísabetu Svansdóttur í starf sveitarstjóra út kjörtímabilið 2018-2022. Söru Elísabetu Svansdóttur er jafnframt veitt leyfi frá störfum skrifstofustjóra á meðan á tímabundinni ráðningu hennar sem sveitarstjóra stendur yfir frá 20.maí 2020 og til loka yfirstandandi kjörtímabils. Samþykkt samhljóða.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 11:48.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir