Fundargerð menningarmálanefndar 16.4.2020

07.05 2020 - Fimmtudagur

Fjarfundur menningarmálanefndar Vopnafjarðar 16. apríl 2020 settur 09:20

Mætt: Jón Ragnar Helgason, Árný Birna Vatnsdal, Hreiðar Geirsson og Fanney Björk Friðriksdóttir sem ritar fundargerð. Ásamt menningarmálanefnd voru mættar Þórhildur Sigurðardóttir verkefnisstjóri frístunda-, æskulýðs- og fjölmenningarmála og Kristjana Louise Friðbjarnardóttir verkefnastjóri hjá Austurbrú.

 1. Umræða um áhersluverkefni Sóknaráætlunar Austurlands 2020, jaðarsverkefni í menningu.

Erindinu var vísað til menningarmálanefndar frá Hreppsráði og nefndinni, ásamt verkefnastjóra frístunda-, æskulýðs- og fjölmenningarmála falið að vinna málið áfram með starfsmanni Austurbrúar og koma með útfærðar tillögur til hreppsráðs. Um er að ræða 500.000 króna styrk á ári til menningarmála en með móttöku á styrknum skuldbindur sveitarfélagið sig til að leggja sömu upphæð á móti til málefnisins.

Rætt var um hvað fólk vildi helst sjá gert fyrir styrkinn.


 • Lítill áhugi var fyrir að nýta þennan styrk til þeirrar vinnu. En þó talið að það sé þarft verkefni.

 • Tekið jákvætt í hugmyndina. Talið mikilvægt að marka ákveðna stefnu með verkefnið og þá tengja Vopnafirði á einhvern hátt.
 • Verkefni sem tengjast börnum.
  Sammælst var um að mikilvægt væri að hlusta á unga fólkið sem kallar eftir frekari verkefnum og dægradvöl. Ýmsar hugmyndir komu upp í tengslum við það, þær helstu eru eftirfarandi.
  • Samvinnu við vinnuskóla, félagsmiðstöð og leikjanámskeið.
   Undanfarin ár hafa verið haldin leikjanámskeið með góðum árangri. Hægt væri að nýta styrkinn til þess að halda úti námskeiði með áherslur á list, menningu og menningarafleið.
  • Listasmiðjur
   Fyrir nokkrum árum voru listasmiðjur í tengslum við Vopnaskak sem gáfu ágætis raun. Umræða hefur verið um að gera listaverk á veggi innan sveitafélagsins sem gæti gefið góða raun.
  • Tenging við Bras, Barna og menningarhátíð, Þjóðleik eða önnur slík verkefni.

Í fyrra tók félagsmiðstöðin þátt í Bras og mætti gera enn meira úr því í ár.

 • Uppsetning á leikriti
  Hugmynd kom upp um uppsetningu á leikriti þar sem börn og ungmenni gætu skráð sig í ákveðna þætti sem koma að slíku verkefni. Hægt væri þá að skrá sig í ákveðin verkefni eftir áhugasviði hvers og eins. Meðal annars væri þá hægt að skrá sig í leiklist, söng, sviðsmynd, tæknimál, auglýsingar og samfélagsmiðla, og fleira.
 • Dagar myrkurs

Útlit er fyrir að minna þurfi að gera úr Vopnaskaki í ár vegna samkomubanns og ástandsins í samfélaginu. Hugmynd hefur komið upp um að gera í staðinn meira úr Dögum myrkurs á haustmánuðum. Hægt væri að nýta styrkinn í verkefni sem gætu tengst inn í hátíðina þó að ekki sé mælst til að nýta styrkinn til kaupa á stökum tónleikum með frægum listamönnum.

Ákveðið var að funda aftur þann 27. apríl og setja niður greinagerð um málið til skila til sveitastjórnar.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið 10:15
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir