Skólanefnd 19.03.02

19.03 2002 - Þriðjudagur


Fundargerð.


34.fundur skólanefndar19.03.´02
Mættir: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sigurveig Róbertsdóttir, Halldóra Andrésdóttir Emma Tryggvadóttir, Einar Björn Kristbergsson, Aðalbjörn Björnsson, skólastjóri, og Inga Lára Ásgeirsdóttir, fulltrúi kennara.

Málefni grunnskóla.

Síðasta fundargerð lesin og rædd.
1. mál. Rætt um tölvukost skólans, Aðalbjörn telur brýnast að bæta netsamband og að það væri til mikilla bóta ef hægt væri að fá ADSL tengingu. Skólanefnd skorar á hreppsnefnd að beita sér fyrir því að fyrirtæki og stofnanir knýi á um betri nettengingu, þar sem seinvirkt tölvusamband hefur hamlandi áhrif á kennslu.
2. mál. Aðalbjörn greinir frá því að grunnskólum sé gert skylt að framkvæma sjálfsmat á fimm ára fresti. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri vinnur með skólum á Austurlandi að þessu verkefni, þessi vinna er komin af stað og markmiðið er að bæta skólastarfið. Ljóst er að framundan er mikið verkefni sem mun verða stöðugt í gangi.
3. mál. Auglýst hefur verið eftir kennurum fyrir næsta skólaár. Skólanefnd telur eðlilegt að Aðalbjörn hafi heimild til að bjóða réttindakennurum áfram sömu húsnæðishlunnindi og hafa verið.
4. mál. Rætt um stuðningskennslu og vaxandi þörf fyrir hana. Einnig hverjir eru möguleikar á samkennslu bekkja. Aðalbjörn mun vinna áfram með málið.
5. mál. Aðalbjörn kynnir fyrstu drög að skóladagatali fyrir næsta ár.
6. mál. Bréf frá Ólafi Þór Jónssyni varðandi skólaakstur.


Skylda skólanefndar gagnvart skólaakstri.

10.gr.sbr.1.gr. grunnskólalaga nr. 66/1995 með áorðnum breytingum er tekið fram að allur rekstru almennra grunnskóla sé á ábyrgð og kostnað sveitarfélaga sé ekki sérstaklega kveðið á um annað. Engin ákvæði er að finna í grunnskólalöunum um skólaakdtur sérstaklega.

Samkvæmt 12.gr. grunnskólalaganna skal skólanefnd sjá um að öll skólaskyld börn í skólahverfinu njóti lögboðinnar fræðslu. Í þessu felst að skólanefnd og sveitarstjórn gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru miðað við aðstæður á hverjum stað, til að skólaskyld börn geti sótt skóla. Skipulag skólaaksturs er því alfarið á vegum sveitarstjórnar.

Skólanefnd ræðir efni þessa bréfs og telur að hérna sé um sérstakt tilfelli að ræða sem alls ekki muni vera fordæmisgefandi. Að öðru leyti vísar skólanefnd til grunnskólalaga samkvæmt ofanskráðu.
7. mál. Skólanefndarformaður leggur fram bréf frá menntamálaráðuneyti um prófdaga í 10. bekk grunnskóla vorið 2003.


Fleira ekki rætt, fundi slitið.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir