Skólanefnd 01.10.02

01.10 2002 - Þriðjudagur

3.fundur skólanefndar 01.10.´02 kl.14.00.
Mættir Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sigríður Edda Guðmundsdóttir, Haraldur Jónsson, Emma Tryggvadóttir, Halldóra Árnadóttir, Aðalbjörn Björnsson skólastjóri.


Málefni grunnskóla.


Björn Heiðar spyr um hver sé fulltrúi kennara. Aðalbjörn upplýsir að Inga Lára verði áfram í því hlutverki.
Fundargerð síðasta fundar lesin og rædd.
Inga Lára Ásgeirsdóttir fulltrúi kennara mætir á fund.

1.mál. Skólanámskrá.
Skólanámskrá er sú námskrá sem hver skóli útbýr fyrir sig, þar komi fram stefna skólans og markmið. Í nýrri skólanámskrá verður m.a. aukin áhersla lögð á þessi atriði. Einnig bætist við viðbrögð við einelti og viðbrögð við áföllum.

2.mál Skóladagatal
Skóladagatal hefur verið sent heim til allra skólabarna.

3.mál Sundkennsla
Aðalbjörn upplýsir að sundkennsla fari fljótlega að klárast , hún hefur gengið mjög vel.

4.mál Skólakór
Aðalbjörn bryddar aftur upp á því hvort ekki sé einhver möguleiki á að koma á skólakór. Skólastjóri óskar eftir því að stofnaður verði skólakór sem opinn verði fyrir alla nemendur.
Skólanefndarformaður mun skoða málið


Fleira ekki rætt, fundi slitið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir