Skólanefnd 11.02.03

11.02 2003 - Þriðjudagur

Fundargerð.8.fundur skólanefndar 11.02.´03
Mættir; Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Haraldur Jónsson, Sigríður Edda Guðmundsdóttir, Halldóra Árnadóttir, Emma Tryggvadóttir, Aðalbjörn Björnsson skólastjóri og Inga Lára Ásgeirsdóttir fulltrúi kennara.


Málefni grunnskóla.


Björn Heiðar leggur fram drög að fjárhagsáætlun grunnskóla og tónlistarskóla. Bókhaldlyklum hefur verið fækkað allverulega frá fyrri árum. Farið í gegnum fjárhagsáætlunina.
Aðalbjörn leggur fram yfirlit um fjölda réttindakennara, leiðbeinenda, og um fjölda kennslustunda. Einnig yfirlit yfir stuðningskennslu, sérkennslu og stuðning inni í bekkjum.
Bæta þarf við 19 kennslustundum næsta vetur, en í ár sparast tímar með samkennslu 9.og 10. bekkjar. Það verður ekki mögulegt á næsta ári. Samkennslan í 9 og 10. bekk hefur gengið mjög vel í vetur.
Rætt um möguleikann á að samkenna verklegu greinarnar í yngstu bekkjunum. Næsta vetur eru einungis 10 nemendur í 1. og 2. bekk, þ.e 10 í hvorum bekk.
Rætt um framkvæmd stuðnings inni í bekkjum.
Aðalbjörn segir frá því að æskilegt sé að færa myndmenntastofu niður í hluta þess rýmis sem nú hýsir smíðastofu. Þarf að gera vegg þar niðri.
Æskilegt að nýta núverandi myndmenntastofu sem almenna kennslustofu næsta vetur, þar sem fjórir elstu bekkirnir eru frekar stórir.
Verið er að skoða tilboð sem hafa borist vegna tölvukaupa fyrir skólann. Hugsanlega verður kennurunum boðið að kaupa sér hlut í fartölvu á n.k. rekstrarleigu.
Aðalbjörn lýsir áhuga á að kaupa svokallaðan ritþjálfa sem nýtist vel til ýmissar kennslu, áætlaður kostnaður 650.000. Skólanefnd lýst vel á hugmyndina.


Fleira ekki rætt, fundi slitið.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir