Skólanefnd 08.01.04

08.01 2004 - Fimmtudagur


Fundargerð.


15.fundur skólanefndar, 08.01.´04 kl.13.15
Mættir: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sigríður Edda Guðmundsdóttir, Haraldur Jónsson, Emma Tryggvadóttir, Halldóra Árnadóttir, Aðalbjörn Björnsson og Baldur Hallgrímsson.


Málefni grunnskóla.

Björn Heiðar setur fund og gefur Aðalbirni orðið.

1.mál Miðlun upplýsinga.
Aðalbjörn greinir frá því að heimasíða skólans sé í auknum mæli notuð til að koma ýmsum tilkynningum á framfæri.
Rætt um fréttabréf sem sent var frá skólanum rétt fyrir jól , þar sem greint var frá því helsta sem hefur verið á döfinni á haustönn. Skólanefndarmenn lýsa ánægju sinni með þetta bréf.

2.mál. Leyfi og forföll.
Á haustönn hefur verið töluvert um leyfi hjá starfsmönnum, kemur þetta m.a. til vegna náms sem nokkrir kennarar stunda. Ekki hefur verið hægt að koma við forfallakennslu í öllum tilvikum.
Svolítið hefur verið um leyfi nemenda, oftast eru þau þó innan skynsamlegra marka.

3.mál Haustannarpróf.
Á kennarafundi var samþykkt að flytja haustannarpróf yfir í janúar, talið heppilegra vegna anna á heimilum barnanna í desember. Töluverð umræða ver um þessa tilfærslu á próftíma og um próf yfirleitt. Þessi breyting verður kynnt fyrir foreldrum á foreldradegi í febrúar.

4.mál. Samræmd próf.
Aðalbjörn kynnir niðurstöður úr samræmdum prófum í 4.og 7. bekk. Meðaleinkunn í 7. bekk hefur hækkað bæði í stærðfræði og íslensku. Einnig kom 4. bekkur mjög vel út en í honum eru mjög fáir nemendur.

5.mál Starfsmannamál.
Húsvörður verður áfram í veikindaleyfi um óákveðinn tíma, Gísli Arnar Gíslason leyri hann af. Elín Dögg kennari er byrjuð aftur eftir fæðingarorlof og tekin við 2. bekk. Hrund Snorradóttir tekur því við 3. bekk og kennir honum þar til Inga Lára kemur aftur til starfa 21. apríl.
Svanborg Björnsdóttir hefur sagtu upp starfi sínu í mötuneyti, auglýst verður eftir nýjum starfsmanni.

6.mál Önnur mál
Foreldradagur verður haldinn með hefðbundnu sniði 2. feb. n.k.
Zbigniew Zuchowicz skólastjóri tónlistarskóla hefur aðstoðað við tölvumál og mun taka við umsjón með þeim.
Danskennsla; Framundan er danskennsla, skólanefnd mælir með því að kennslan verði felld inn í stundaskrá og nemendum gert skylt að mæta í þessa tíma. Kostnaður vegna kennslunnar fellur þá á sveitarfélagið.

Rætt um nýja heilsuræktar stöð sem staðsett er á áhorfendapöllum íþróttahúss, skólanefnd sammála því að ekki sé unnt að hafa stöðina opna fyrir almenning á meðan á kennslu stendur.

Fleira ekki rætt , fundi slitið.

Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir