Fundur þjónustunefndar aldraðra 04. mars 2014

07.03 2014 - Föstudagur

    

Fundur í þjónustunefnd aldraðra 4. mars 2014 í Sambúð. Mætt eru Heiðbjört Antonsdóttir, Kristín Brynjólfsdóttir, Ásta Ólafsdóttir og Baldur Hallgrímsson, sem ritaði fundargerð.

 

1.      Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.

 

2.      Það hefur verið vesen með tölvutenginguna á borðtölvunni en hún er þráðlaus og þeir bræður Hinrik og Arnar Ingólfssynir ætla að skoða hvað er hægt að gera í þeim málum.

 

3.      Tölvukennsla fyrir 60. og eldri. Arnar Ingólfsson ætlar og kenna á tölvu í Sambúð næstu þriðjudaga kl. 15-17 í ca. tvo mánuði. Það verður sent dreifibréf um nánari tilhögun.

 

4.      Vopnafjarðarhreppur gefur Sambúð Overlock saumavél og er þeim hér með þakkað fyrir hana.

 

5.      Önnur mál. Meðal annars rætt um ferðalög eldriborgara og viðhald á Sundabúð .
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir