Fundur þjónustunefndar aldraðra

21.02 2011 - Mánudagur

Fundargerð 08. febrúar 2011

 

 

Fundur  Þjónustuhóps aldraðra á Vopnafirði haldinn þriðjudaginn 08. febrúar 2011. Í Hópnum eru: Heiðbjört Antonsdóttir, formaður, Baldur Hallgrímsson, ritari, Ásta Ólafsdóttir, Ari Hallgrímsson og Kristín Brynjólfsdóttir, sem átti ekki kost á að mæta til fundar.

 

Þórunn oddviti og Þorsteinn sveitarstjóri sátu hluta fundar.

 

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna til fundar, síðan var gengið til dagskrár.

 

Dagskrá

 

 

  1. Bréf frá Félagi eldri borgara um endurbætur í Sambúð.
  2. Bréf frá Kvenfélaginu Lindinni.
  3. Sambúð, lagfæringar.

 

 

  1. mál. Tekið fyrir bréf Félags eldri borgara á Bakka- og Vopnafirði, undirritað af Ágústu Þorkelsdóttur, dags. 08. febrúar sl. Þar kemur fram að félagið leiti á náðir þjónustuhópsins um að hrinda í framkvæmd verkefni sem miðar að því að laga aðstæður í Sambúð. Í samantekt kostnaðarliða neðanmáls hljóðar áætlunin uppá um 400 þúsund krónur, sem hlutur Félags eldri borgara. Verkið tekur til fönduraðstöðu eldri borgara, geymslurými því tengdu – er þörf á m. a. kaupum á geymsluskáp, elda- og uppþvottavél.

 

  1. mál. Tekið fyrir bréf Kvenfélags Lindarinnar, dags. 07. febrúar sl. og undirritað af Ágústu Þorkelsdóttur. Í bréfi kvenfélagsins er tekið til umræðu Garðsjóður kvenfélaganna, sem á um 700 þúsund krónur í sjóði. Er til þess mælst að þjónustuhópurinn, í samráði við sveitarstjóra, nýti fjármunina til að reisa girðingu/grindverk neðan húss inn að innsiglingarmerki til að auka öryggi þeirra er þar dvelja og útsýnis njóta. Eins er óskað eftir hugmyndum um frekari umhverfisumbætur.

 

  1. mál. Ásta gerði að umtalsefni veggstubba í Sambúð sem þarf að fjarlægja til hagræðingar fyrir starfsemina. Samþykkt að skoða í samfélagi við stjórn Félags eldri borgara.

 

Fleira ekki og fundi slitið.

Baldur Hallgrímsson, ritari.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir