Fundur þjónustunefndar aldraðra 08. nóvember 2011

15.11 2011 - Þriðjudagur

Fundur í þjónustuhóp aldraðra haldinn í Miklagarði 8. nóvumber 2011.

Mætt voru Heiðbjört Antonsdóttir, Ari Hallgrímsson Kristín Brynjólfsdóttir, Ásta Ólafsdóttir og Baldur Hallgrímsson.

1.    Fundargerð síðasta fundar, sem var 14. júní 2011 lesin.
2.    Auglýsing um askturs-þjónustu sem hreppurinn veitir eldriborgurum hér í sveitarfélaginu
kemur í næsta fréttabréfi.
3.    Heiðbjört las bréf frá Ágústu til Vopnafjarðarhr. Móttekið þar 7/11 2011.  Þjónustuhópur samþykkir flest sem kemur fram í bréfinu, nema ekki nota gömlu innréttinguna heldur setja nýja með nýjum tækjum og einnig bæta við uppþvottavél. ( sjá bréf ).
4.    Hópurinn lýsir ánæju með girðingu sem er verið að setja við Sundabúð.
5.    Mál Legudeildar Sundabúðar. Ályktun:  Þjónustuhópur aldraðra á Vopnafirði vill ítreka mikilvægi þess að lausn finnist á rekstrarvanda Legudeildarinnar að Sundabúð Vopnafirði og að reksturinn verði tryggður til frambúðar.
Rekstur af þessum toga skiptir sköpum fyrir samfélag eins og Vopnafjörður er.
6.    Önnur  má: Rætt um hvernig hægt væri að framkvæma snjómokstur hjá eldriborgurum.

Ekki fleira tekið fyrir.                                            Baldur HallgrímssonTungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir