Fundur þjónustunefndar aldraðra 15. maí 2012

21.05 2012 - Mánudagur

Fundur í þjónustuhóp (nefnd) aldraðra haldinn í Miklagarði 15. maí 2012.

Mætt:  Heiðbjört Antonsdóttir, Kristín Brynjólfsdóttir,  Ásta Ólafsdóttir, Ari Hallgrímsson og Baldur Hallgrímsson, sem ritaði fundargerð.

1.    Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.

2.    Snjómokstur: Heiðbjört samdi við 10. bekk að þau mokuðu snjó af tröppum fyrir eldri borgara, þau halda sjálf utan um tímafjölda og Heiðbjört formaður sér um að gera upp við þau þegar hættir að snjóa í vor.


3.    Sambúð:  Mál standa þannig að Mælifell vinnur verkið í haust, áður en félagsstarf eldriborgara hefst í október.

4.    Akstur: Fólk er aðeins byrjað að nota þjónustuna. Útbúa þarf nafnspjöld með símanúmerum hjá Garðari bílstjóra og hjá nefndarfólki.

5.    Sjónvarp: Ekki er áhugi að kaupa sjónvarp og DVD spilara í Sambúð.

6.    Staða á saumavélum í Sambúð: Það eru til 3.vélar það þarf að fjárfesta í overlokk- og leðursumavélum. Æskilegt að setja vinnuborð á útvegginn sem snýr að húsi 2.

7.     Önnur mál:   Það þarf að bæta aðgengi að snúrum og púttvelli við vesturhornið á húsi 3 (við innsiglingaljósið). Vantar hellur og nokkur þrep með handriði en hæðar munur er ca. 1 metri.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir