Fundur þjónustunefndar aldraðra 18. september 2012

17.10 2012 - Miðvikudagur

Fundur í þjónustuhópi aldraðra haldinn í Miklagarði 18. sept. 2012.

Mætt eru Kristín Brynjólfsdóttir, Ari Hallgrímsson, Ásta Ólafsdóttir, Heiðbjört Antonsdóttir og Baldur Hallgrímsson, sem ritar fundargerð.

 

1.     Fundargerð síðasta fundar lesin og hún síðan samþykkt.

 

2.     Staða mála í Sambúð. Baldur og Ari fóru með manni frá verktakanum, sem er Mælifell, og skoðuðu með honum hvað á að gera. Það á m. a. að færa eldhúsið og setja nýja innréttingu með nýjun tækjum, stækka gatið fram í salinn, setja lista á veggina svo ekki komi rákir á veggina af stólbökunum, setja hillur í föndurhornið og loka því og setja nýjar hillur í bókbandsrýmið . Einnig hefur Ingólfur málari tekið að sér að mála allt rýmið, hreinsa gólfdúka og bóna þá.

 

3.     Athuga hvort hægt er að koma upp dagvistun fyrir aldraðra sem á þurfa að halda.  Málin rædd án niðurstöðu að sinni.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir.    Baldur HallgrímssonTungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir