Fundur þjónustunefndar aldraðra 11. desember 2012

13.12 2012 - Fimmtudagur

Fundur í Þjónustunefnd 11. desember 2012 haldinn í Sambúð

Mætt eru: Heiðbjört, Kristín, Ari, Ásta Ó. og Baldur sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.      Fundargerð síðasta fundar lesin og samþ.

2.      Rætt um herbergi fyrir gesti íbúa Sundabúðar 1-3. Það er herbergi í Sundabúð 3, sem hentar fyrir þetta en það er fullt af bókum sem stendur og það þarf að finna þeim annan stað á nýju ári.

3.     Rætt um fjáröflun til tækjakaupa í Sambúð.  Það er byrjað að safnast í sjóðinn .

Þjónustunefndin er kominn með reikning í Landsbankanum og hann heitir Söfnunarsjóður fyrir Sambúð.

4.     Rætt um hvað er brýnast að kaupa í Sambúð, m. a. saumavélar, leirtau,verkfæri í smíðakompuna og tölvu.

 

Ákveðið að setja jólakveðju frá nefndinni í jóla Dropann.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir