Fundur þjónustunefndar aldraðra 05. febrúar 2013

12.02 2013 - Þriðjudagur

Fundur í þjónustunefnd aldraðra haldinn í Sambúð 5. febrúar 2013.

 

Mætt eru Heiðbjört  Antonsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Kristín Brynjólfsdóttir,

Ari Hallgrímsson og Baldur Hallgrímsson.

 

 

1. mál.           Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.

 

2. mál.           Tölvu og tækjakaup í Sambúð.

 Staða mála, ákveðið að kaupa borðtölvu með stórum skjá, vefmyndavél, hátölurum og heyrnatólum.

Fjölnotatæki, sem er skanni, prentari og ljósritunarvél í sama tæki. Borðbúnað fyrir ca. 50 manns og hjólaborð.

Búið er að kaupa 1. saumavél.

Baldur og Ari taka að sér að athuga hvað vantar af verkfærum í smíðakompuna.

 

 

Ekki fleira að sinni.

Baldur Hallgrímsson
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir