Fundur þjónustunefndar aldraðra 07. maí 2013

16.05 2013 - Fimmtudagur

Fundur í þjónustunefnd aldraðra haldinn í Sambúð 7. maí 2013.

 

Mætt eru Heiðbjört Antonsdóttir, Ari Hallgrímsson, Ásta Ólafsdóttir, Kristín Brynjólfsdóttir og Baldur Hallgrímsson, sem ritaði fundargerð.

 

 

1.                  Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.

 

2.                  Tækja- og búnaðar kaup í Sambúð.  Það sem er búið að kaupa er: borðtölva,fjölnotaprentari, stórt sjónvarp með DVD spilara, borðbúnaður fyrir ca. 50, hjólaborð og smíðaverkfæri.  Það sem vantar eru pottar og panna, straujárn, mikrafónn fyrir hljóðkerfið, ýmsan búnað fyrir handavinnuhópinn og hljómborð.

 

3.                  Ákveðið var að halda súpu-samkomu  til að þakka fyrir gjafirnar og annan stuðning.

 

4.                  Tölvukennsla.  Arnar Ingólfsson hefur tekið að sér að kenna fólki á tölvuna og önnur slík tæki.  Verður aðeins byrjað í vor og svo tekið með trukki í haust.

 

5.                  Rætt um frekari fjáröflun.  Það hafa  mörg fyrirtæki  þegar styrt okkur við  tækjakaupin en betur má ef duga skal og nú ætlum við að senda litlu fyrirtækjunum  bréf og  biðja um litla upphæð því safnast þegar saman kemur.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir