Fundargerð umhverfismálanefndar 13. mars 2014

17.03 2014 - Mánudagur

Fundur í umhverfisnefnd var haldinn í félagsheimilinu Miklagarði 13. mars 2014 kl. 16:00.

 

Á fundinn voru mætt: Ásrún Jörgensdóttir,  Jóhann Már Róbertsson, Margrét Arthúrsdóttir Svava Birna Stefánsdóttir og Hrafnhildur Helgadóttir, er ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1.       mál:   Fundargerð síðasta fundar.

                              Fundargerð samþykkt.

 

2.       mál:   Urðunarsvæði við Búðaröxl, auglýsing.

                              Drög að matskýrslu lögð fram til kynningar fyrir nefndina.

 

3.       mál:   Bréf Umhverfisráðuneytis frá 24. feb. sl. og Umhverfisstofnunar frá 18. des. sl. ásamt bókun sveitastjórnunar frá 5. mars sl. Lagt fram til kynningar fyrir nefndina.

 

            Nefndin leggur fram eftirfarandi bókun:

 

Umhverfisnefnd tekur undir málsmeðferð hreppsnefndar frá 5. Mars sl., að fela sveitastjóra að svara Umhverfisráðuneytinu og vinna áfram að úrlausn mála.

 

4.       mál: Önnur mál:

 

a) Ábendingar komu til umhverfisnefndar vegna utanvegaaksturs í þéttbýli og einnig um númerslausa bíla.

Nefndin felur formanni í samráði við sveitastjóra að senda dreifibréf og vekja athygli á þessum málum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir