Fundargerð umhverfismálanefnar 06. júní 2011

07.06 2011 - Þriðjudagur

Fundur í umhverfisnefnd var haldinn í félagsheimilinu Miklagarði kl: 15.00 mánudaginn 6 júní.

Á fundinn voru mætt: Ásrún Jörgensdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Margrét Arthúrsdóttir, Heiðbjört Antonsdóttir og Jóhann Már Róbertsson.

 

Dagskrá:

1.mál:   Fundargerð umhverfisnefndar frá 18 apríl sl.

              Fundargerð samþykkt.

2.mál:   Umsögn Haust varðandi beiðni Vopnafjarðarhrepps um undaþágu frá gassöfnun.

               Svarið frá umhverfisráðuneytinu lagt fram til kynningar fyrir nefndina. Í bréfinu kemur fram að Vopnfirðingar eru duglegir og metnaðarfullir við flokkun úrgangs og lýsir nefndin ánægju sinni með það.

3.mál:   Hreinsunarátak, almenn tiltekt í þéttbýli, bílhræ og fleira.

              Ákveðið að hafa hreinsunardaga 8.-9. júní í samráði við sveitarstjóra og áhaldahús. Einnig var rætt að hafa hreinsunarátak í dreifbýlinu síðar.

4.mál:   Önnur mál.

a) Nefndin leggur til að farið verði yfir rusladalla sem hengdir eru upp á staura í þorpinu og einnig var nefndin sammála um að setja mætti upp fleiri svoleiðis innan sveitarfélagsins.  Einnig var það rætt að gera yrði átak síðar hvað varðar bílhræ.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 16.00.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir