Fundargerð umhverfismálanefndar 04. júlí 2011

06.07 2011 - Miðvikudagur

Fundur í umhverfisnefnd var haldinn í félagsheimilinu Miklagarði kl:16.00 mánudaginn 4.júlí 2011.

Á fundinn voru mætt: Jóhann Már Róbertsson, Margrét Arthúrsdóttir, Heiðbjört Antonsdóttir, Ásrún Jörgensdóttir og Kristín Þóra Jóhönnudóttir.

 

Dagskrá:

1.mál:  Fundargerð umhverfisnefndar frá 6. Júní sl.

             Fundargerð samþykkt.

2.mál:  Frumhugmyndir að nýju deiliskipulagi á sorphaugum.

             Nýja deiliskipulagið skoðað af urðunarstað sorphauganna. Miklar umræður spunnust um þetta og finnst nefndinni mikilvægt að unnið sé áfram að þessu jafnhliða því að áfram sé unnið að snyrtilegum frágangi og loka þurfi sem fyrst sjónmengunni frá nýja veginum.

3.mál: Bréf skipulagsstofnunar varðandi umsögn um umhverfisskýrslu vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi.

            Nefndin lýsir ánægju sinni yfir að unnið sé að þessum vegi og vonast til að því ljúki sem fyrst  og að vegurinn komist sem fyrst í gagnið.

4.mál:  Önnu mál.

A:         Fyrirspurn kom um hvenær hreinsunardagar yrðu í sveitinni. Nefndin leggur til að hreinsun verði sem fyrst í sveitinni eða geymd fram yfir slátt, sú hugmynd kom upp að fá áhaldahús eða verktaka í samráði við áhaldahús til að sjá um hreinsunina.

B:         Nefndin leggur til að sett verði auglýsing í næsta fréttabréf hreppsins þar sem skorað er á eigendur bílhræa og númerslausra bíla að fjarlægja þá sem fyrst, unnið verður skipulega í samvinnu við starfsmenn áhaldahúss um eftirfylgni málsins.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir