Fundargerð umhverfismálanefndar 05. september 2011

07.09 2011 - Miðvikudagur

Fundur í umhverfisnefnd var haldinn í félagsheimilin Miklagarði kl: 15.00 mánudaginn 5.sept 2011.

Á fundinn voru mætt: Ásrún Jörgensdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Jóhann Már Róbertsson,Kristín Þóra Jóhönnudóttir og Margrét Arthúrsdóttir, einnig var mætt Þórunn Egilsdóttir .

 

Dagskrá:

1.mál:  Fundargerð umhverfisnefndar frá 4.júlí sl.

             Fundargerð samþykkt.

2.mál:  Vatnsmál staðarins. Farið yfir málið.

             Þórunn  tekur til máls og útskýrir fyrir nefndinni það ferli sem fór í gang þegar upp komst að vatnið okkar væri mengað, einnig kom hún inná hvernig lindirnar virkuðu og hvernig væri frá þeim gengið.  Einnig kom hún inná það að fyrirhugað væri að geisla vatnið, það ferli er komið af stað og tekur það sinn tíma. Nefndin vill þakka Þórunni fyrir greinagóða og ýtarlega útskýringu.

3.mál:  Önnur mál.

a):  Hreinsunardagur í sveitinni og ósk um að eigendur bílhræa fjarlægi þau.

       Nefndin ítrekar fyrri tillögur til sveitarstjóra og þeirra sem málið varða.

b):  Tiltektardagur  Vopnafjarðarskóla.

      Nefndin lýsir ánægju sinni yfir þessu framtaki nemanda og starfsfólks þegar farið var tiltektarferð um þorpið.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 15.35.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir