Fundargerð umhverfisnefndar 15. nóvember 2011

16.11 2011 - Miðvikudagur

Fundur í umhverfisnefnd var haldinn í félagsheimilinu Miklagarði þriðjudaginn 15. nóv. kl. 14.30

Á fundinn voru mætt: Ásrún Jörgensdóttir, Kristín Þóra Jóhönnudóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Jóhann Már Róbertsson og Margrét Arthúrsdóttir.

Dagskrá:

1.mál.    Fundargerð umhverfisnefndar frá 5.sept. sl.

               Fundargerð samþykkt.

2. mál.   Deiliskipulagstillögur o.fl.

               Skipulagstillaga um urðunarsvæði  lögð fram til kynningar. Nefndin leggur fram bókun.

               Bókun:  Umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti matslýsinguna vegna tillögu að deiliskipulagi sorphauga og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar og samþykktar, jafnframt að hún verði auglýst með fyrirvara um samþykkt Skipulagsstofnunar.

3.mál.   Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðisnefnd.

               Umhverfisnefnd leggur til að sveitarstjórn tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefnd á vatnasvæði Vopnafjarðarhrepps, og vísar í 6 gr. reglugerðar um stjórn vatnamála. Í samræmi við þá grein skipar Umhverfisstofa fulltrúa í vatnasvæðisnefnd eftir tilnefningum .

4.mál.   Bréf nefndarinnar til nemenda og starfsfólks Vopnafjarðarskóla.

              Afrit af þakkarbréfi sem nefndin sendi starfsfólki og nemendum Vopnafjarðarskóla lagt fram.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir