Fundargerð umhverfismálanefndar 06. júní 2012

07.06 2012 - Fimmtudagur

Fundur í umhverfisnefnd var haldinn í félagsheimilinu Miklagarði miðvikudaginn 6.júní. kl. 14.30.

Á fundinn voru mætt: Ásrún Jörgensdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Ingibjörg Hrönn Róbertsdóttir og Jóhann Már Róbertsson.

Dagskrá:

1.mál.   fundargerð frá 15.nóv.

Fundargerð samþykkt.

2.mál.  Bréf umhverfisstofnunnar frá 7.mars varðandi viðbragðs/neyðaráætlunar og svar Vopnafjarðarhrepps.

Lagt fram til kynningar, urðu nokkrar umræður meðal fundarmanna um starfsleyfið.

3.mál.  Hreinsunardagur við Lónin.

Mikill áhugi meðal fundarmanna að þessi dagur verði að veruleika, einnig hafa einstaklingar út í bæ sýnt þessu mikinn áhuga. Samþykktu fundarmenn að fela formanni nefndarinnar að fylgja þessu eftir, einnig kom upp sú umræða að hafa hreinsunardag í bænum og einnig að athuga með sveitina, formanni einnig falið að athuga þau mál.

4.mál.  Önnur mál.

a)  Umræða um bílhræ og atvinnutæki við heimahús.

Umhverfisnefnd barst kvörtun vegna atvinnutækja við heimahús og einnig heyvinnslutækja og dekkja við ástarbraut. Var formanni falið í samráði við sveitarstjóra að skrifa bréf til þeirra einstaklinga sem málið varða, einnig varðandi gámasvæðið á Kambi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.15.10.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir