Fundargerð umhverfismálanefndar 14. júní 2013

25.07 2013 - Fimmtudagur

Fundur í umhverfisnefnd var haldinn í félagsheimilinu Miklagarði 14. júní kl. 14:00.

 

Á fundinn voru mætt: Ásrún Jörgensdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Jóhann Már Róbertsson, Emma Tryggvadóttir og Kristín Þóra Jóhönnudóttir.

 

Dagskrá:

1.mál: Fundargerð umhverfisnefndar frá 6. Júní.

            Fundargerð samþykkt.

 

2.mál: Sjóður Margrétar Víglundsdóttur.-Tillögur að verðlaunaveitingum.

             Ákveðið að nefndin fari á stúfana og komi með tillögur til stjórnar sjóðs Margrétar Víglundsd.

 

3.mál: Íþróttasvæði og íbúðabyggð. Tillögur að skipulagi. Lagt fram til kynningar.

            Nefndarmenn lýstu ánægju sinni með þessar hugmyndir um íþróttasvæði og töldu löngu tímabært að huga að þessum málefnum.

 

4.mál: Drög að skipulagi kirkjugarðsins og umhverfi.

            Nefndarmönnum lýst vel á þessar hugmyndir.

 

5.mál: Fyrirhugaðar malbiksframkvæmdir.

            Lagt fram til kynningar.

 

           Ábending: Kristín Þóra Jóhönnudóttir vill koma því á framfæri að svæðið kringum slökkvistöðina verði lagað til jafns við áhaldahús.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir