Fundargerð ungmennaráðs 19. febrúar 2018

02.03 2018 - Föstudagur

Fundur Ungmennaráðs Vopnafjarðar

19. febrúar 2018, haldinn í Miklagarði kl. 16:00

 

Mætt til fundar: María Björt Guðnadóttir, Árni Fjalar Óskarsson og Mikael Viðar Elmarsson.

 

Einnig mættur Magnús Már Þorvaldsson sem ritaði fundargerð.

 

Fyrir fundi lá bréf ungmennafulltrúa þar sem velt var upp nokkrum spurningum sem ráðinu var ætlað að svara og skyldu undirbúa sig skv. því. Spurt var m.a. a) hver er staða ungmenna í vopnfirsku samfélagi? b) Hverju viljið þið breyta? c) Hvað er vel gert? d) Er tekið mark á skoðunum ungmenna? e) Ef svo hvernig merkið þið það? f) Eruð þið hlynnt lækkun kosningaaldurs (í 16 ár)? g) Ef já, af hverju? h) Og að lokum, hvað vill ungmennaráð ræða við sveitarstjórn á fundi með henni í næsta mánuði?

 

a)      Hún er góð. Hér er góðir skólar, kirkjan heldur úti æskulýðsstarfi, björgunarsveitin sömuleiðis. Hjá Einherja æfa hátt í 80% barna og ungmenna og að sumri heldur Glófaxi úti æfingum fyrir krakka. Enginn nemandi í grunnskólanum reykir eða drekkur og hefur svo verið um árabil.

 

b)      1.Ungmennaráð vill huga að verði að frekari afþreyingu fyrir elstu nemendur grunnskólans og þá einkum framhaldsdeildar vilji Vopnafjörður halda henni. Það telur ungmennaráð brýnt. 2. Vill ungmennaráð nefna að á helstu skemmtun ársins, Vopnaskaki, er fátt í boði fyrir unglinga. 3. Skoðaður verði sá möguleiki að nemendur elsta stigs grunnskólan fái að skrá sig í einstaka máltíð í upphafi hvers mánaðar og matarinnkaup taki mið af því. 4. Ungmennaráð telur skorta á kynningu grunnskólans á framhaldsskólum í næsta nágrenni Vopnafjarðar, þ.e. ME, MA, VMA og Framhaldsskólans á Laugum. Þó helst hann.

 

c)      Sbr. a) er margt vel gert og mikilvægt að haldið verði áfram á sömu braut.

 

d)      Ungmenni hafa fá tækifæri til að tjá sig. Ungmennaráð hefur opnað leið fyrir ungt fólk að koma skoðunum sínum á framfæri og mikilvægt að á þær sé hlustað.

 

e)      Ungmennaráði finnst sbr. d) skorta áhuga á að kalla eftir samstarfi við ungmenni sveitarfélagsins

 

f)       Ungmennaráð mælir með lækkun kosningaaldurs eins og Landssamband ungmennafélaga hefur gert. Við teljum mikilvægt að ungu fólki sé gefið tækifæri til að kjósa um málefni sem snerta þau beint. Sett verði af stað átak innan grunnskólans um aukna vitund barna og ungmenna í víðtækri samvinnu skólans og sveitarstjórnar um sveitarstjórnar- og landsmál. Ungmennaráð telur gott að ungmenni öðlist réttindi í áföngum, kosningaaldur verði 16 ár, ökupróf 17 ára og 18 ára lögráða.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samhljóða samþykkt - fundi slitið kl. 16.55
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir