Fundargerð Ungmennaráðs Vopnafjarðar 28. nóvember 2018

27.12 2018 - Fimmtudagur

Fundur Ungmennaráðs Vopnafjarðar

28. nóvember 2018, haldinn í Miklagarði kl. 16:00

 

Mætt til fundar: Árni Fjalar Óskarsson, Mikael Viðar Elmarsson, Indía Rebekka Jónsdóttir og Guðný Alma Haraldsdóttir.

 

Einnig mætt Þórhildur Sigurðardóttir og Magnús Már Þorvaldsson sem ritaði fundargerð.

 

Fyrir fundi lá bréf ungmennafulltrúa í tengslum við það efni sem þau ungmennin fengu sent, upplýsingar um a. Barnasáttmála SÞ, b. BRAS menningarhátíð og c. List fyrir alla.  Spurt var: a. Hvers virði er sáttmálinn fyrir 1. mannréttindi? 2. fyrir þjóðir heims eins og Ísland? 3. fyrir sveitarfélag eins og okkar? 4. fyrir ykkur sem ungmenni? 5. hver eru t.a.m. skilaboðin til ráðamanna Vopnafjarðar? b: 1. hver gæti verið aðkoma okkar að BRAS? 2. skiptir barnamenning máli? 3. hvað er barnamenning? 4. Hver eru skilaboðin til ráðamanna? c: 1. er list fyrir alla? 2. eigum við aðgang að list/menningu? 3. er nóg gert til að stuðla að listsköpun, t.d. í skólanum? 4. hver eru skilaboðin til ráðamanna?

 

a)      Sáttmálinn er mjög mikilvægur fyrir börn jarðar því hann tryggir þeim réttinn til að njóta mannlegrar reisnar. Hann skiptir Íslendinga miklu máli og með því að hann gildir fyrir allar þjóðir eigum við sem njótum góðs lífs á Íslandi eigum auðveldar með að sjá að svo á ekki við um alla. Skv. 12. gr. sáttmálans er réttur ungmenna til að láta í ljós skoðanir sínar og réttur til áhrifa tryggður. Ungmennaráð vill því mælast til þess að þegar til umfjöllunar eru málefni sem varða börn ungmenni verði fulltrúi eða fulltrúar í menningarráði boðaðir til fundar sem áheyrnafulltrúi/-fulltrúar.

 

b)      Um langt árabil stóð vopnfirskum ungmennum og krökkum til boða að taka þátt í listasmiðjum undir handleiðslu listafólks. Var margskonar list í boði, s.s. leiklist, söngur, myndlist, gjörningar o.fl. Við gætum verið virkir þátttakendur í BRAS og sveitarstjórn á að horfa til þess að hér verði horft til uppbyggingar barnamenningar. Það er viðurkennt að barnamenning sé hverju samfélagi mikilvæg, hvort sem það er menning sem fullorðnir skapa fyrir börn, menning sem börnin skapa með fullorðnum eða þau gera sjálf. Ungmennaráð kallar eftir skýrri stefnu sveitarstjórnar í þessum málum og óskar eftir að fá fyrir næsta fund ráðsins útfærðar hugmyndir sendar.

 

c)      List á að vera fyrir alla. Það er eðlilegt að meira sé í boði fyrir íbúa stærri staða en samkvæmt mennta- og menningarráðuneytinu á öllum að standa til boða aðgengi að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Samkvæmt ráðuneytinu gegnir grunnskólinn lykilhlutverki í List fyrir alla. Skólinn hefur sinnt ágætlega Tónlist fyrir alla en nú á að taka skrefið lengra. Það er mat ungmennaráðs að bæta megi þátt listmenningar í skólanum með því að auka þátt t.d. danskennslu, myndmenntar o.fl. og fá hingað listamenn til að kenna nemendum. Sveitarstjórn leitast við að vinna að framgangi málsins og sæki styrki svo sem kostur er.

 

d)      Ungmennaráð vill koma þeim skilaboðum til sveitarstjórnar að mikil þörf er á að laga skólalóðina, yfirborð hennar er beinlínis stórhættulegt. Var þessu komið á framfæri á sl. ári einnig en ekkert hefur verið gert og á meðan versnar ástandið. Eins leggur ungmennaráð til að sveitarfélagið auglýsi rampinn á skólalóðinni til sölu og noti fjármunina sem fást fyrir hann til að bæta lóðina.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samhljóða samþykkt - fundi slitið kl. 16:40.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir