Fundargerð ungmennaráðs 11. febrúar 2019

21.02 2019 - Fimmtudagur

Fundur Ungmennaráðs Vopnafjarðar

11. febrúar 2019, haldinn í Miklagarði kl. 16:00

 

Mætt til fundar: Björgvin Geir Garðarsson, Mikael Viðar Elmarsson, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Bergþóra M. Sveinsdóttir og Einar Gunnlaugsson. Einnig sátu fundinn Þórhildur Sigurðardóttir og Magnús Már Þorvaldsson, er tók neðangreint saman.

 

Dagskrá:

 

1. mál: UMFÍ – ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði. Ungmennaráð UMFÍ boðar til ungmennaráðstefnu Ungt fólk og lýðræði í Borgarnesi 10.-12. apríl nk. undir yfirskriftinni Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér? Ráðstefnan er ætluð ungu fólki 16-25 ára og er þátttökufjöldi takmarkaður. Ungmennaráð Vopnafjarðar sendi fulltrúa til ráðstefnunnar með undanþágu fyrir fulltrúa sinn?

 

Samhljóða samþykkt að fresta ákvörðun til næsta fundar. Ítrekað við fulltrúa í kringum 15. mars en svar þarf að liggja fyrir eigi síðar en 26. mars.

 

2. mál: Umboðsmaður barna – þing um málefni barna. Umboðsmaður boðar til þings um málefni barna dagana 21.-22. nóvember nk. þar sem fjallað verður um málefni barna – þ.á.m. um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Niðurstöður og ályktanir þingsins verða kynntar í ríkisstjórn. Ungmennaráð Vopnafjarðar sendi fulltrúa til ráðstefnunnar?

 

Lagt fram til kynningar en taka þarf afstöðu til málsins á vetrinum.

 

3. mál: Afgreiðsla sveitarstjórnar – fundargerð ungmennaráðs 28.11.2018. Bókun sveitarstjórnar: Varðandi a-lið: Sveitarstjórn fagnar áhuga nefndarfólks á sveitarstjórnarfundum og hvetur það til að sækja þá þegar það telur sig eiga erindi. Varðandi b-lið og c-lið: Samþykkt að hefja vinnu við frístunda-, og æskulýðsstefnu sveitarfélagsins. Varðandi d-lið: Skoðað verður að skipta út hjólabrettarampi á skólalóð fyrir önnur tæki sem yrðu betur nýtt. Samþykkt að huga að ástandi skólalóðar og grípa til bráðabyrgðaaðgerða ef þörf er á þangað til farið er í heildarframkvæmdir á lóðinni. Samþykkt samhljóða.

 

Lagt fram til kynningar fyrir fulltrúa í ungmennaráði.

 

4. mál: Önnur mál Félagsmiðstöð: Þörf er á að skoða og laga hljóðkerfi miðstövar. Einar tók að sér að skoða málið. Húsgögn gengin úr sér, vantar orðið staflanlega kolla 6-8 stk. Eins mun vera þörf á 2 borðum sambærilegum og eru í Miklagarði. Rúta milli þéttbýlis Vopnafjarðar og Hringvegar: Ungmennaráð óskar eftir umfjöllun innan sveitarstjórnar þess efnis hvort hægt verði að koma á rútuferðum á föstudögum og sunnudögum sem t.a.m. framhaldsskólanemar geta nýtt sér. Ferðirnar miðist við akstur Strætós. Líkamsrækt: a. Endurnýjun á líkamsræktartækjum á áætlun sveitarfélagsins? Núverandi tæki eru flest frá 2003. b. Breyting verði gerð á aðstöðu líkamsræktar, að því gefnu að hún verði áfram á sama stað, með smíði gólfs á einni hæð?

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samhljóða samþykkt - fundi slitið kl. 16:52.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir