Vopnafjarðarhreppur
Fundur Ungmennaráðs Vopnafjarðar 30. Apríl 2019 kl. 16
Fundur settur kl. 16
Mætt:
|
Einar Gunnlaugsson, Árni Fjalar Óskarson, Indía Rebekka Jónsdóttir, Bergþóra Marín Sveinsdóttir, Guðný Alma Haraldsdóttir og Þórhildur Sigurðardóttir er ritar fundagerð.
|
|
|
- Mál Stækkun á sparkvelli
Ungmennaráð vill hvetja til þess að notað verði tækifærið til að stækka sparkvöllinn, þar sem búið er að samþykkja í hreppsnefnd að skipta um gras á vellinu. Ungmennaráð telur að völlurinn verði betur nýttur bæði af Einherja og Grunnskólabörnum ef hann yrði stækkaður þar sem hægt væri að skipta honum í tvo hluta og þá gætu bæði yngstu og elstu nemendur skólans nýtt hann á sama tíma. Ungmennaráð hvetur til þess að malbik á skólavelli verði lagað, vísað til fundagerða bæði 28. nóvember 2018 og 18 október 2017
- Ungmennahús
Rætt var um opnun ungmennahúss til að byrja með í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar þar sem flest tæki eru til staðar. Ungmennaráð var upplýst um það að HBGrandi hefur boðist til að gefa 2-3 borðtölvur til að nota í félagsmiðstöð og ungmennahúsi. Eins hefur félagmiðstöðin fengið styrk til að nota í félagstarfið.
- Önnur mál.
Ungmennaráð óskar eftir upplýsingum varðandi hvenær verður byrjað á Strandblakvelli og Vallarhúsi. Ungmennaráð vill einnig ítreka að Rampur verði seldur!
Fundi slitið 16.35
Þórhildur Sigurðardóttir