Fundargerð ungmennaráðs 26.september 2019

22.10 2019 - Þriðjudagur

Fundur Ungmennaráðs Vopnafjarðar 26. September kl. 17

Fundur settur kl. 17

Mætt: Karen Ósk Svansdóttir, Mikael Viðar Elmarsson, Hjálmar Þráinsson, Guðný Alma Haraldsdóttir og Þórhildur Sigurðardóttir er ritar fundagerð

  1. Mál farið yfir síðustu fundagerðir

Þórhildur las yfir síðustu þrjár fundagerðir ungmennaráðs.  Ungmennaráð lýsir yfir undrun að ekkert hafi gerst í því máli að laga skólalóð svo vísað sé til fundagerðar 30 apríl 2019 þá hefur þetta mál verið á dagskrá ungmennráðs síðan 18 október 2017 og ekkert hefur gerst í þeim málum.  Vísað er til afgreiðslu og bókunar sveitastjórnar eftir fundagerð síðan 28. nóv 2018 þar sem samþykkt er að huga að ástandi skólalóðar.  Ungmennráð lýsir yfir ánægju með að Vallarhús og standblakvöllur séu í vinnslu. 

  1. Mál hvað viljum við leggja áherslu á í ár.

Viljum að komið verði á rútuferðum á milli þéttbýlis Vopnafjarðar og Hringvegar sem framhaldskólanemendur geta nýtt sér.  Skólalóð löguð.

  1. Mál spurningar vegna skólaþings sveitafélaga:

Spurningar til ungmennaráða sveitarfélaga um framtíð skólastarfs

Fjórar spurningar sem sambandið biður um að fái umfjöllun í ungmennaráðinu:

  1. Ef þið ættuð að búa til íslenskt skólakerfi (0-25 ára) frá grunni hvernig mynduð þið vilja hafa það? [Nú höfum við leikskóla (til og með fimm ára), grunnskóla (6-16), og framhaldsskóla með mislöngum brautum, svo tekur við háskólanám hjá mörgum.]

Leikskólann mundum við vilja hafa eins og hann er, en enn meiri eftirfylgni ef barn er með einhverjar greiningar yfir í grunnskóla. Þ.e.a.s. ef barn er með stuðning í leikskóla þá á barnið að hafa stuðning á meðan barn þarf á því að halda.  Við viljum að grunnskóli og framhaldskóli verði sameinaður þannig að skyldunám sé í 12 ár og að það nám sé í sveitafélaginu.  Kostir við það er minna brottfall úr skóla td. og betra utanumhald.  Skólastigin yrðu þá 1. – 4. bekkur (grunnstig)  5. – 8. bekkur ( miðstig) og 8. – 12. bekkur (efsta stig) þar sem að síðustu tvö árin eru þannig að hægt er að verlja að fara í verklegt nám eða bóklegt nám.     Háskólanám ætti svo að vera næsti hluti af námi.

  1. Spurt var um kerfið í fyrstu spurningu. Nú er spurt um inntak náms og vinnulag. Ætti að kenna annað efni eða rækta aðra færni en við gerum nú? Hvað teljið þið mikilvægast fyrir ykkur að læra og hvernig viljið þið helst læra?

Halda á sig við grunnfögin, íslensku, stærðfræði og tungumál, en einnig mætti bæta við grunninn í efnafræði því þegar farið er í framhaldsnám í raungreinadeild þá vantar stundum grunninn þar.   Við viljum að það sé meira símat ekki stór lokapróf en kosturinn við það er minni prófkvíðiÞað mætti bjóða uppá meiri verkhluta sem gæti hentað þeim sem finna sig ekki í bóklegu námi.

  1. Ef þið viljið breytingar af hverju haldið þið að tillögur ykkar geti hentað nemendum og samfélaginu betur en núverandi kerfi?

Við teljum að betur sé haldið utan um nemendur með þessu lagi, einnig verður samfélagið meira lifandi þegar eins og er hjá okkur að nemendur þurfa að fara í burtu í framhaldsskóla.     Við teljum að það sé einnig gott fyrir nemendur ef þeir finna sig ekki í bóklegu námi að þeir geti lært eitthvað annað og það yrði meira reynslunám sem metið yrði í framtíðinni.

  1. Þið hafið möguleika á að koma einni af hugmyndum ykkar til framkvæmda. Hver er mikilvægust og hvers vegna? Hvað mynduð láta hafa forgang í umbótum á skólastarfi?

Meiri eftirfylgni úr leikskóla í grunnskóla, Betri greiningar og meira reynslunám.

 

Fundi slitið kl 18.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir