Fundargerð velferðarnefndar 17. janúar 2017

17.02 2017 - Föstudagur

Mætt eru Berglind, Elín Dögg, Guðjón, Jóhann Már og Júlíanna.

1.mál    Úthlutun íbúða í Sundabúð. Ein umsókn barst frá Árna Sigurðssyni. Nefndin samþykkti samhljóða að úthluta honum íbúð 3.6. Búið er að skila íbúð Kristínar Ingólfsdóttur, 3.4 og mun sú íbúð verða auglýst sem og íbúð 2.7 sem Bergþóra Gunnlaugsdóttir var í.

2.mál    Þverholt 14. Ein umsókn barst, frá Hrafnhildi Ævarsdóttur. Nefndin samþykkir samhljóða að úthluta henni íbúðinni.

3.mál    Önnur mál. Bréf barst frá Jafnréttisstofu þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrk til Jafnréttissjóðs Íslands. Nefndin hvetur fræðslunefnd, skóla, íþrótta- og æskulýðsnefnd og Ungmennaráð til að kynna sér verkefni sem falla undir þennan styrk.

 

Fundi slitið kl. 18.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir