Fundargerð velferðarnefndar 14. mars 2017

24.03 2017 - Föstudagur

Velferðarnefnd, 14. mars 2017, kl. 17

 

Mætt eru Berglind, Elin Dögg, Júlíanna, Guðjón og Jóhann Már.

 

  1. Þingskjal 165, 106. mál,  frumvarp til laga, breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum (smásala áfengis).

Velferðarnefnd Vopnafjarðarhrepps er alfarið á móti því að áfengi verði selt í matvöruverslunum. Með því að opna á aukið aðgengi að áfengi telur nefndin að neysla muni aukast með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið sem og aukið á vanda þeirra sem eiga við áfengisvandamál að stríða. Einnig leggur nefndin áherslu á að líkur eru á aukinni neyslu ungs fólks með auðveldara aðgengi að áfengi.

 

  1. Íbúðamál í Sundabúð. Þrjár einstaklingsíbúðir eru lausar, íbúð 1:2, íbúð 2:7   og íbúð 3:4 . Nefndin hvetur og leggur til við hreppsnefnd að  fjórar einstaklingsíbúðir í Sundabúð 1 verði breytt í tvær einstaklingsíbúðir sem og sex einstaklingsíbúðum í Sundabúð 2 verði breytt í þjónustuíbúðir.

 

  1. Önnur mál. Aðgengi og aðbúnaður í Sundabúð 1, 2 og 3.

 

 

Fundi slitið kl. 18.15
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir