Fundargerð velferðarnefndar 22. maí 2017

02.06 2017 - Föstudagur

Velferðarnefnd

Fundur haldinn 22. maí 2017, kl. 16.30 í Miklagarði.

Mætt eru: Berglind, Elín Dögg, Guðjón, Jóhann Már og Júlíanna.

 

1.mál   

Jónína Björgvinsdóttir hefur skilað inn sinni íbúð, íbúð 205. Sólveig Guðmundsdóttir hefur sótt um þá íbúð. Nefndin samþykkir að úthluta henni þeirri íbúð.

2.mál

Nefndin gefur samþykki á þá beiðni að starfmaður í sumarafleysingum í Sundabúð fái íbúð þar til afnota í sumar (2017).

3.mál

Tekin er fyrir fyrirspurn frá sveitstjóra um leigu á íbúð í Sundabúð til einstaklings sem nefndin telur falla undir leigu á almennum markaði.  Meirihluti nefndarinnar hefur efasemdir um réttmæti þess að leigja einstaklingum undir 60 ára aldri íbúðir í Sundabúð.  Í atkvæðagreiðslu um fyrirspurnina voru 4 á móti leigu, Berglind, Elín Dögg, Jóhann Már og Júlíanna Þórbjörg. Guðjón vildi leigja íbúð til skamms tíma í ljósi þess hversu margar íbúðir eru lausar.

Nefndin óskar eftir frekari upplýsingum frá sveitarstjórn um útleigu á íbúðum aldraðra í Sundabúð þar sem í reglum er ekki tiltekinn aldur þeirra sem rétt hafa á íbúðum þar. Því er óskað eftir stefnu sveitastjórnar í þeim efnum.

Önnur mál.

Elín Dögg ætlar að taka sér tímabundið leyfi frá starfi i Velferðarnefnd og tekur Jóhann Már, varaformaður, við formennsku á meðan og varamaður verður kallaður inn

Fundi slitið kl. 17.45
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir