Fundargerð velferðarnefndar 25. september 2017

27.10 2017 - Föstudagur

Velferðarnefnd 25.09.2017

Kl. 17

Mætt eru: Berglind, Jóhann Már, Júlíanna Þórbjörg og Stefanía Hallbjörg, Guðjón afboðaði sig á seinustu stundu sökum annarra aðkallandi verkefna, var hinsvega í símasambandi.

  1. Mál

Íbúð 202 í Sundabúð. Ein umsókn var um íbúðina. Nefndin úthlutaði Víglundi Pálssyni og Elínu Friðbjörnsdóttur þeirri íbúð.

 

  1. Mál

Úthlutun íbúðar 304 í Sundabúð. Tvær umsóknir bárust og ákvað nefndin að úthluta Önnu Geirsdóttur þá íbúð þar sem hún hefði lögheimili á staðnum en hinn aðilinn ekki. Lagt var til að hinum umsækjandanum yrði boðinn önnur laus íbúð.

Huldu Gestsdóttur var boðin íbúð 207 í Sundabúð og þáði hún hana.

 

  1. Mál

Þverholt 7 verður auglýst til umsóknar, Kristmann Jónsson hefur sagt upp leigusamningi frá 30.september.

 

Fundi slitið 17.30
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir