Fundargerð velferðarnefndar 14. maí 2018

21.06 2018 - Fimmtudagur

Velferðarnefnd, mánudagur 14.maí 2018 kl. 17.

Mætt eru: Berglind Wiium Árnadóttir, Guðjón Böðvarsson, Jóhann Már Róbertsson, Júlíanna Þórbjörg Ólafsdóttir og Stefanía Hallbjörg Aradóttir.

 

  1. mál.

Velferðarnefnd barst bréf frá Berghildi Fanneyju Hauksdóttur þar sem hún óskar liðsinnis nefndarinnar í máli sínu þar sem hún telur að á sér hafi verið brotið launalega og með öðrum hætti meðan hún gengdi störfum hjá Vopnafjarðarhreppi. Nefndin leitaði ráða hjá Jafnréttisstofu og sendi Berghildi Fanneyju bréf þess efnis. Nefndin hvetur Berghildi Fanneyju til að leita ráða hjá aðilum sem sérhæfa sig í slíkum málum, þ.e. Jafnréttisstofu.

 

  1. mál.

Tvær umsóknir bárust um íbúð að Kolbeinsgötu 55. Sveinhildi Rún Kristjánsdóttur var úthlutuð íbúðin en afþakkaði. Nefndin var því sammála um að úthluta Bylgju Dögg Sigurbjörnsdóttur íbúðinni með þeim fyirvara að lögheimili verði fært til Vopnafjarðar.

 

Fundi slitið kl. 17.45
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir