Fundargerð velferðarnefndar 09. nóvember 2018

04.12 2018 - Þriðjudagur

Fundur velferðarnefndar 9. nóvember kl. 17. Mætt eru Elís Másson, Berglind Steindórsdóttir, Bergþóra Halla Haraldsdóttir og Árni Magnússon.

Umsókn um hjónaíbúð í Sundabúð tekin til umræðu. Allar hjónaíbúðir eru nú í leigu nema íbúðin sem sjúkraþjálfarinn er með. Velferðarnefnd vill gjarnan kanna möguleika á því að sveitarstjórn athugi hvort hægt sé að finna sjúkraþjálfara annan stað svo að hægt sé að úthluta þeirri íbúð.

Í ljósi þess að nú eru tvær hjónaíbúðir í leigu einstaklinga sem hafa misst maka sinn óskar velferðarnefnd eftir umræðu sveitarstjórnar og endurskoðun á reglum um réttindi einstaklinga í búsetu í stærri íbúð og gera um leið framtíðarstefnu varðandi framboð á stærri íbúðum.

Velferðarnefnd leggur áherslu á að farið sé í þessa vinnu sem fyrst til þess að auðveldara sé að bregðast við umsóknum um hjónaíbúðir.

Guðjón Böðvarsson óskar lausnar úr velferðarnefnd og kemur Árni Magnússon inn í hans stað. Óskar nefndin eftir að tilnefndur verði varamaður í hans stað.

Fundargerð samhljóða samþykkt.                                  
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir