Fundargerð velferðarnefndar 3.apríl 2019

04.04 2019 - Fimmtudagur

Fundur velferðarnefndar miðvikudaginn 3. apríl 2019 kl. 15:15 á skrifstofu sveitarstjóra

Mætt: Þór Steinarsson sveitarstjóri, Elís Másson formaður, Júlíanna Þórbjörg Ólafsdóttir varaformaður, Bergþóra Halla Haraldsdóttir, Árni Hlynur Magnússon og Berglind Steindórsdóttir er ritar fundargerð.

 

  1. Sveitarstjóri upplýsir nefndina um skipulagsbreytingar innan sveitarfélagsins og breytta verkferla í kjölfar þeirra.
  2. Rætt um fyrirhugaðar breytingar á leiguíbúðum í Sundabúð 1. Nefndin fékk til umsagnar tvær tillögur af breytingum. Er það hugsanlega galli að baðherbergi sé innan af svefnherbergi en gæti einnig verið kostur fyrir suma. Í tillögu 2 er búið að færa inngang á salerni og minnkar þá eldhúsið. Nefndin telur mikilvægara að eldhúsið sé stærra og mælir því með tillögu 1.
    Sveitarstjóri upplýsir að sótt verði um vottun vegna aðgengis fyrir íbúðina.
  3. Rætt um stöðu umsókna fyrir leiguíbúðir og úthlutunarreglur. Farið verður í það sem fyrst að útbúa úthlutunarreglur til samþykktar.
  4. Sveitarstjóri upplýsir nefndina um fyrirhugaða umsókn um stofnframlög frá ríkinu til þess að byggja félagslegar leiguíbúðir.
  5. Hugmyndir um hvernig best sé að hátta samskiptum við umsækjendur og íbúa leiguíbúða aldraðra fyrir hönd Vopnafjarðarhrepps.

 

Fundi slitið 16:16.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir