Fundargerð velferðarnefndar 14. maí

27.05 2019 - Mánudagur

Fundargerð velferðarnefndar 14. maí 2019 kl. 16, í Miklagarði
Mætti: Elís Másson formaður, Bergþóra Halla Haraldsdóttir, Árni Hlynur Magnússon, Júlíanna Þórbjörg Ólafsdóttir og Berglind Steindórsdóttir sem ritaði fundargerð.


Rætt um umsókn Eydísar Bjarnadóttur um íbúð í Sundabúð. Vegna neyðarástands sem komið er upp í húsnæðismálum hennar ákveður velferðarnefnd að úthluta henni íbúð í Sundabúð 3. Nefndin leggur til að hún fái íbúðina sem allra fyrst eftir úttekt þjónustumiðstöðvar og þrif. Vegna biðlista fyrir íbúðir vill nefndin árétta mikla þörf fyrir húsnæði fyrir aldraða.


Fundargerð samþykkt samhljóða.
Fundi slitið 16:15.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir