Fundargerð velferðarnefndar 10.desember 2019

28.01 2020 - Þriðjudagur

Fundur Velferðarnefndar 10.desember 2019

Fundur haldinn í velferðarnefnd í félagsheimilinu Miklagarði kl 15:00.

Mætt til fundar: Elís Másson, Árni Magnússon og Júlíanna Ólafsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Einnig sat fundinn Sara Elísabet Svansdóttir, skrifstofustjóri Vopnafjarðarhrepps.

Sara Elísabet Svansdóttir kynnti fyrir nefndinni innleiðingu á jafnlaunastaðli og drög að jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Nefndin gerir ekki neina athugasemd við jafnréttisáætlunina og samþykkir hana samhljóða.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og fundi slitið kl. 15.38.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir