Deiliskipulagstillaga miðsvæðis hafnarsvæðis – auglýsing


DEILISKIPULAG MIÐHLUTA HAFNARSVÆÐIS Á VOPNAFIRÐI, drög að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið – kynning tillögu á vinnslustigi.

Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér drög að að nýju deiliskipulagi fyrir miðhluta hafnarsvæðis á Vopnafirði ásamt umhverfisskýrslu, skv. ákv. gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð. Skipulagstillagan er kynnt á vinnslustigi í samræmi við 4.mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið er um 8.5 ha. að stærð og skiptist annars vegar í um 5.8 ha. hafnar- og iðnaðarsvæði og hins vegar í um 2.7 ha. miðsvæði og er landið í eigu Vopnafjarðarhrepps.

Í gildi er deiliskipulag fyrir umrætt svæði og verður hluti þess sem er innan sama svæðis fellt úr gildi við gildistöku nýs skipulags. Gildandi deiliskipulag hafnar- og miðsvæðis á Vopnafirði er dagsett 6. nóvember 2008.

Opið hús verður í Miklagarði á Vopnafirði, þriðjudaginn 27. nóvember  n.k.  kl. 15:00 - 18:00.

Almenningi verður gefinn kostur á að koma með ábendingar á kynningunni og/eða senda inn ábendingar til skipulags- og byggingarfulltrúa  Vopnafjarðarhrepps Hafnargötu 28, 710 Seyðisfirði eða á netfangið sigurdur.jonsson@efla.is  til og með 10. desember 2018.

Hægt er að nálgast drög að nýju deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps og á skrifstofu hreppsins að Hamrahlíð 15 Vopnafirði.

Byggingarfulltrúinn í
Vopnafjarðarhreppi
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir