Sveitarstjóri


Starfandi sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps er Sara Elísabet Svansdóttir.

sara.jpgSveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, fjármála- og starfsmannastjórn heyrir undir starfssvið hans í samvinnu við meirihluta sveitarstjórnar. Sveitarstjóri hefur á hendi framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar og málefna þess að svo miklu leyti sem sveitarstjórn ákveður ekki annað.  Sveitarstjóri er prókúruhafi sveitarsjóðs, hann undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og aðrar skuldbindingar þess. Sveitarstjóri stýrir daglegum rekstri sveitarfélagsins, undir hann heyra allar deildir og starfsmenn þeirra. Sveitarstjóri, ásamt embættismönnum sveitarfélagsins, sér um afgreiðslu einstakra mála og að framfylgja samþykktum og áætlunum sveitarstjórnar.

Sveitarstjóri kemur fram fyrir hönd sveitarfélagsins og er ábyrgur fyrir starfsemi þess. Hann undirbýr fundi hreppsnefndar, semur dagskrá og boðar til funda. Hann á sæti á fundum sveitarstjórnar og hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Jafnframt hefur hann rétt til setu á fundum ráða sveitarfélagsins með sömu réttindum.

Í litlu sveitarfélagi eru fæstir þættir sveitarstjóra óviðkomandi en hann er einnig tengiliður sveitarfélagsins við stjórnvöld, hvoru tveggja innan fjórðungsins sem á landsvísu. Sveitarstjóri vinnur náið með sveitarstjórn, sem er æðsta stjórnstig, situr fundi sveitarstjórnar svo sem áður greinir og vinnur í umboði hennar.

saras@vopnafjardarhreppur.is

saras@vfh.is
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir