Þjónusta


Vopnafjarðarhreppur er ásamt HB Granda langstærsti vinnuveitandinn í sveitarfélaginu með hátt í 100 stöðugildi. Sveitarfélagið þjónustar íbúa sveitarfélagsins og þá sem til þess leita með margvíslegum hætti enda er gerð krafa til víðtækrar þjónustu í lögum.

Vopnafjarðarhreppur rekur grunn- og leikskóla, veitir félagsþjónustu, svo sem barnavernd og heimilishjálp, rekur leiguíbúðir og greiðir húsaleigubætur til þeirra sem eiga rétt á þeim.

Sveitarfélagið rekur einnig þjónustu við aldraða og fatlaða. Vopnafjarðarhöfn fellur undir hafnarsvið en önnur opinber þjónusta er m. a. brunavarnir, rekstur félagsheimilis, íþróttamannvirkja, vatnsveitu og vinnuskóla, snjómokstur og skipulags- og jafnréttismál.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir