Atvinnulíf


Fiskimjölsverksmiðja HB Granda á VopnafirðiAtvinnulíf á Vopnafirði er fjölbreytt miðað við stærð sveitarfélagsins. Fiskveiðar og fiskverkun eru helstu atvinnugreinarnar á Vopnafirði en einnig margvíslegur iðnaður og þjónusta og landbúnaður er all blómlegur í sveitunum.

Stærsta fyrirtækið er HB Grandi hf., áður Tangi hf., sem rekur umfangsmikla útgerð og fiskverkun og er því kjölfesta í atvinnulífi staðarins. HB Grandi gerir út fjölda skipa sem þjónusta Vopnafjörð allt eftir því sem veiðist hverju sinni, s. s. síld, loðna, makríll o. fl. Einnig er rekur fyrirtækið fiskimjölsverksmiðju, og frystihús fyrir uppsjávarfisk.

Góð aðstaða er fyrir trillur og aðra smábáta og er smábátaútgerð nokkur. Hafnarskilyrði eru góð eftir að viðlegurými var stækkað, innsiglingin bætt og grjótvarnargarðar auknir. Mesta dýpi við höfnina er á bilinu 8-9 metrar miðað við stórstraumsfjöru eftir því hvar er lagst að.

MeVopnafjarðarhöfnðal annarra helstu vinnuveitenda á Vopnafirði eru verktakafyrirtækið Mælifell, Heilbrigðisstofnun Austurlands, vélsmiðjan Bílar og vélar, Landsbankinn og matvöruverslunin Kauptún. Ennfremur eru starfsmenn Vopnafjarðarhrepps og stofnana sveitarfélagsins samtals um 100 talsins.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir