Félagsþjónusta


Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs annast félagsþjónustu á Vopnafirði í samstarfi við Vopnafjarðarhrepp:

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
Sími: 470 0705
Fax: 470 0701

Opið kl. 9-15 virka daga. Hægt er að panta viðtal við félagsráðgjafa sem kemur reglulega til Vopnafjarðar.

Allar upplýsingar eru á vefsíðu félagsþjónustunnar.


Um félagsþjónustuna

Vopnafjarðarhreppur hefur á sl. árum notið samstarfs við sveitarfélagið Fljótsdalshérað í þessum málaflokki og á heimasíðu þess segir m. a.:

Meginmarkmið þjónustu:

  •  Félagsþjónusta í sveitarfélaginu skal stuðla að auknum lífsgæðum og velferð íbúa svæðisins.
  •  Þjónustan skal vera sveigjanleg og miðast við þörf.
  •  Við framkvæmd þjónustunnar skal þess gætt að hvetja einstaklinginn til sjálfsábyrgðar, virða sjálfsákvörðunarrétt hans og styrkja hann til sjálfshjálpar.
  •  Með aukinni áherslu á forvarnir skal stefnt að því að draga úr þörf fyrir sértæk úrræði.
  •  Stuðla skal að því að skapa börnum og ungmennum viðunandi uppeldisskilyrði og styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki þeirra.
  •  Einstaklingum sé gert kleift, svo lengi sem verða má, að búa í heimahúsum með því að veita sveigjanlega heimaþjónustu.

Vopnafjarðarhreppur annast heimilisþjónustu sína að eigin frumkvæði og ábyrgð.  Fulltrúi sveitarfélagsins fundar með starfsfólki félagsþjónustunnar á fundum þess og gætir hagsmuna umbjóðenda sinna í hvívetna.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir