Sundabúð, hjúkrunarheimili


IMG_5889.JPG

Hjúkrunarheimilið Sundabúð

Laxdalstúni

690 Vopnafjörður

Sími: 470-1240

 

Hjúkrunarforstjóri:                                                     

Emma Tryggvadóttir                                                 

470-1240 

emma@vopnafjardarhreppur.is

Deildarstjóri

Íris Grímsdóttir

hjukrun@vopnafjardarhreppur.is

SAGA SUNDABÚÐAR

Hjúkrunarheimilið Sundabúð var opnað 1983 og var þá staðsett í Sundabúð 2, með þrjár sjúkrastofur og leyfi fyrir 12 sjúklinga.

Fyrstu árin var stofnunin á daggjöldum. Mikil þörf var fyrir hjúkrunarrými á þessum tíma og mikil þrengsli enda 3-4 á hverri stofu. Ákveðið var að stækka deildina og þegar Sundabúð 3 var byggð bættust við sex sjúkrastofur, þar af eitt einbýli, og aðstaða starfsmanna stórbatnaði. Tekið í notkun 1993.

Upphaflega var áformað að fjölga einnig plássum þannig að þessi nýja deild myndi taka 18 sjúklinga sem hefði þá verið betri rekstrareining. Ekki fékkst þó leyfi til að fjölga hjúkrunarrýmum enda þá komin upp umræða að fækka sjúklingum á hverri stofu.

Heimilið var sett á föst fjárlög og var oftast rekið með halla sem Vopnafjarðarhreppur þurfti að bera. Í lok ársins 1999 fluttist hjúkrunarheimilið til Heilbrigðisstofnunar Austurlands og var þá heilsugæslan og hjúkrunarheimilið sett undir sameiginlega stjórn.

Árið 2013 tók Vopnafjarðarhreppur aftur við rekstri Sundabúðar.

 

HJÚKRUNARHEIMILIÐ SUNDABÚÐ Í NÚVERANDI MYND

Hjúkrunarheimilið Sundabúð er staðsett við Laxdalstún á Vopnafirði.

Samkvæmt rammasamningi milli velferðarráðuneytis og Vopnafjarðarhrepps rekur sveitarfélagið hjúkrunarheimilið Sundabúð, sem hefur það að markmiði að skapa heimili fyrir fólk sem vegna heilsu sinnar og aðstæðna er ekki lengur fært að búa á eigin vegum. 

Á hjúkrunarheimilinu eru 10 hjúkrunarrými og er markmiðið með rekstri heimilisins að skapa fólki heimili sem er af heilsufarsástæðum ófært um að búa áfram á eigin heimili, þrátt fyrir félagslegan stuðning og heimahjúkrun.

Einnig er í boði eitt bráða-/hvíldar- og endurhæfingarpláss sem gerir íbúum á svæðinu kleift að fá slíka þjónustu í heimabyggð þegar á þarf að halda.

 

HVERNIG SÆKI ÉG UM HJÚKRUNARRÝMI EÐA HVÍLDARINNLÖGN?

Á heimasíðu Embættis landlæknis má finna eyðublöð fyrir umsóknir um færni- og heilsumat (langtíma hjúkrunarrými) og tímabundna dvöl í hjúkrunarrými. Eyðublöðin skulu fyllt út og send til Færni- og heilsumatsnefndar Austurlands. 
            Færni- og heilsumat – umsóknareyðublað má finna til hægri  á síðunni:

 https://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/notendur-heilbrigdisthjonustu/faerni-og-heilsumat/

            Hvíldarinnlögn – umsóknareyðublað má finna til hægri á síðunni:

https://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/notendur-heilbrigdisthjonustu/faerni-og-heilsumat/

 

HEIMAHJÚKRUN

Hlutverk heimahjúkrunar er að styrkja og viðhalda andlegu og líkamlegu heilbrigði og draga úr einangrun og einkennum sjúkdóma eins og kostur er.

Heimahjúkrun sinnir einstaklingum sem þurfa stuðning en eru að mestu sjálfbjarga. Einnig sinnir heimahjúkrun einstaklingum sem þurfa sérhæfða hjúkrun, til dæmis sárameðferð og sérhæfða lyfjameðferð, og þeim sem þurfa á víðtækari hjúkrun að halda.

Hægt er að sækja um heimahjúkrun hjá hjúkrunarfræðingum Sundabúðar.

FÉLAGSLEG HEIMAÞJÓNUSTA

Félagsleg heimaþjónusta hefur það að markmiði að veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum við sem eðlilegastar aðstæður og efla fólk til sjálfshjálpar.

Félagsleg heimaþjónusta felur í sér heimilishjálp og heimsendingu á mat.  

Heimilishjálp: Almenn aðstoð við heimilshald. Heimilishjálp getur verið aðstoð við að þvo gólf, skipta um á rúmum, þvo þvott, þurrka af og félagslegur stuðningur.

Hver á rétt á heimilishjálp? Allir sem vegna aldurs eða örorku geta ekki sinnt heimilisverkum.

Heimsending á mat: Eldri borgarar og öryrkjar á Vopnafirði eiga kost á því að fá heimsendan mat í hádeginu alla virka daga.

Umsóknir um félagslega heimaþjónustu og heimsendan mat berist til Emmu Tryggvadóttur, hjúkrunarforstjóra Sundabúðar.

 

DAGDVÖL

Hjúkrunarheimilið Sundabúð býður upp á dagdvöl fyrir aldraða einstaklinga sem þurfa á því að halda, alla virka daga frá 8-16. Hægt er að vera hálfan dag eða 1-5 daga í viku. Starfsfólk dagdvalar eru Borghildur Sverrisdóttir tómstundafulltrúi og starfsfólk Sundabúðar. Greitt er fyrir dagdvöl samkvæmt gjaldskrá.

Þeir einstaklingar sem nýta sér dægradvölina eiga kost á:

  • Fæði innifalið á meðan á dagdvöl stendur
  • Aðstoð við persónulega umhirðu og/eða böðun
  • Eftirlit með heilsufari
  • Tómstundastarfi s.s. upplestri, handmennt, föndri
  • Akstri að heiman og heim
  • Félagslegri samveru

Umsóknir um dagdvöl berast til Emmu Tryggvadóttur, hjúkrunarforstjóra. Hægt er að sækja um á skrifstofu hennar í Sundabúð. Sími: 470-1240, netfang: emma@vopnafjardarhreppur.is

 

HVERNIG SÆKI ÉG UM STARF Í SUNDABÚÐ?

Upplýsingar gefur Emma Tryggvadóttir hjúkrunarforstjóri í síma 470-1240 eða í gegnum tölvupóst: emma@vopnafjardarhreppur.is.

Umsóknir sendist til:

Hjúkrunarheimilið Sundabúð

Laxdalstún

690 Vopnafjörður

 

LEIGUÍBÚÐIR ALDRAÐRA Á EFRI HÆÐ SUNDABÚÐAR

Vopnafjarðarhreppur leigir út íbúðir til eldri borgara á efri hæð Sundabúðar. Íbúðirnar eru samtals 21 og misstórar.

Hægt er að sækja um leiguíbúð hér.

Einnig er hægt að sækja um á skrifstofu hreppsins.

Umsóknin sendist til:

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps

Hamrahlíð 15

690 Vopnafjörður

Samning ráðuneytisins og sveitarfélagsins er að finna hér.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir