Þjónustumiðstöð


Áhaldahús sveitarfélagsins er þjónustumiðstöð þess og sinnir fjölbreyttum verkefnum, s. s. viðhaldi á götum og gangstéttum,  frárennsliskerfi og ýmiskonar uppbyggingu ásamt snjómokstri.  Auk þess sem vinnuskóli sveitarfélagsins heyrir undir miðstöðina yfir sumartímann.

Sem dæmi um starfsemi þjónustumiðstöðvar má nefna: 

  • að halda við fasteignum sveitarfélagsins
  • að halda við götum og opnum svæðum
  • að halda við íþróttasvæðum og mannvirkjum 
  • að halda við og endurnýja veitukerfi
  • að merkja og mála götur og setja upp skilti
  • að leigja út ýmis tæki
  • að sinna meindýravörnum
  • að sinna hundaeftirliti
  • að annast snjómokstur

Aðsetur þjónustumiðstöðvar er að Búðaröxl 3, sími 473-1423 og er yfirmaður hennar Oddur Pétur Guðmundsson, 893-2516.

Steiney ehf. heldur utan um starfsemi Safnstöðvar Vopnafjarðarhrepps, sem staðsett í gamla áhaldahúsinu við Búðaröxl og þar er gámaportið einnig.

*Athugið að nánari upplýsingar um Safnstöð Vopnafjarðar er að finna undir Safnstöð - gámaport.

 

Save
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir