Þjónustumiðstöð


Áhaldahús sveitarfélagsins er þjónustumiðstöð þess og sinnir fjölbreyttum verkefnum, s. s. viðhaldi á götum og gangstéttum,  frárennsliskerfi og ýmiskonar uppbyggingu ásamt snjómokstri.  Auk þess sem vinnuskóli sveitarfélagsins heyrir undir miðstöðina yfir sumartímann.

Sem dæmi um starfsemi þjónustumiðstöðvar má nefna: 

  • að halda við fasteignum sveitarfélagsins
  • að halda við götum og opnum svæðum
  • að halda við íþróttasvæðum og mannvirkjum 
  • að halda við og endurnýja veitukerfi
  • að merkja og mála götur og setja upp skilti
  • að leigja út ýmis tæki
  • að sinna meindýravörnum
  • að sinna hundaeftirliti
  • að annast snjómokstur

Aðsetur þjónustumiðstöðvar er að Búðaröxl 3, sími 473-1423 og er yfirmaður hennar Oddur Pétur Guðmundsson, 893-2516.

Steiney ehf. heldur utan um starfsemi Safnstöðvar Vopnafjarðarhrepps, sem staðsett í gamla áhaldahúsinu við Búðaröxl, og gámaportið.

Safnstöðin er ávallt opin, þ. e. aðgengi að lúgum hennar, en starfsmenn eru til staðar á opnunartíma gámaportsins sem er samkvæmt neðangreindu fyrir árið 2018.

Opnun gámaports er öllu jafna 4 daga á viku: mánudaga og miðvikudaga milli kl. 14:00 - 17:00, föstudaga milli kl. 13:00 - 15:00 og laugardaga milli kl. 11:30 - 14:00.

                         

Opnunartími gámaports og sorphirðudagar árið 2018

Hér er að finna dagatal ársins og skilaboð frá Steiney ehf. með nákvæmum upplýsingum. Með því að því fara með músarbendilinn á skjalarheitið, vinstri smella er skjalið opnað.  Gildir það um þau bæði.

mynd dagatal.png

með dagatali.png

Vakin er athygli á að safnstöð og sorphirða á Vopnafirði er á facebook - smellið á slóðina að neðan:

www.facebook.com/search/str/safnstöð+og+sorphirða+á+vopnafirði/keywords_search 

Dagatalið er sent í hvert hús sveitarfélagsins og er gott að eiga það aðgengilegt á vísum stað. 

Athugið: Sorphirða getur breyst vegna veðurs og fleiri ástæðna.
 

Save
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir