Vopnafjarðarskóli
Vefsíða Vopnafjarðarskóla
vopnaskoli.is

Vopnafjarðarskóli
Lónabraut 12
690 Vopnafjörður
Sími: 470 3250

Skólastjóri
Aðalbjörn Björnsson
adalbjorn@vopnaskoli.is

Aðstoðarskólastjóri
Sigríður Elva Konráðsdóttir
sirra@vopnaskoli.is


Vopnafjarðarskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk í öllu sveitarfélaginu þar sem heimaakstur er fyrir börn í úr sveitinni. Í skólanum verða um 90 börn veturinn 2010-2011 og starfsmenn á þriðja tuginn. Flestir voru nemendurnir 170 þegar íbúar sveitarfélagsins voru sem flestir.

Skólinn var einsetinn árið 1994 við fremur erfiðar aðstæður en með nýrri viðbyggingu sem tekin var í notkun árið 2000 og breytingum á eldra húsnæði er öll aðstaða til fyrirmyndar. Tónlistarskólinn er einnig til húsa í nýbyggingunni auk bókasafns sem þjónar skólanum og sveitarfélaginu öllu.

Í mötuneyti skólans er boðið upp á mat í hádeginu fyrir alla nemendur og starfsfólk auk þess sem matseld fyrir börn og starfsfólk leikskólans Brekkubæjar fer einnig fram í mötuneytinu. Mötuneytið fylgir hollustuviðmiðum Lýðheilsustöðvar.

Tónlistarskólinn deilir húsnæði með grunnskólanum og því hæg heimatökin að stunda tónlistarnám við tónlistarskólann. Upplýsingar um hann er að finna hér sem og undir Tónlistarskóli Vopnafjarðar á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps.

Skólastjóri
Stephen Yates - sjymusic@gmail.com

Heimasíða tónlistarskólans er:

http://www.sjymusic.net/ eða http://sjymusic.net/
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir