Ferðamálasamtök Vopnafjarðar


Fyrsti fundur ferðaþjónustuklasa Vopnafjarðar, var haldinn fimmtudaginn 27. janúar 2011 á Hótel Tanga. Síðar sama ár fékk klasinn nafnið Ferðamálasamtök Vopnafjarðar og eru samtökin regnhlífarsamtök ferðaþjónustunnar á Vopnafirði.

 

Hér munu birtast fréttir af samtökunum, starfi þeirra, fundaboðum og öðru sem kann að varða þau.

 

Ferðamálasamtökin héldu félagsfund 10. janúar 2012 og er að finna undir "Aðrar fundargerðir".

01. febrúar 2012.

Stjórn FMV heldur stjórnarfund mánudaginn 06. febrúar n. k. í Miklagarði og almennan fund á sama stað kl. 17:30.

24. janúar 2012.

Vakin er athygli á að Ferðamálasamtök Vopnafjarðar leita eftir litlu húsi sem nýst gæti sem fuglaskoðunarhús. Kemur ýmislegt til greina enda kosti húsið lítið en því er fyrst og fremst ætlað að veita skoðunarmönnum skjól - og fuglum um leið gangvart þeim.

Frekari upplýsingar veitir Sigríður Bragadóttir, starfsmaður FMV, í síma 848-2174 og netfangi sirek@simnet.is

 


Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir