Golf


Golfkl. Vopna. 2.jpgGolfvöllur Vopnafjarðar er 9 holu völlur innan þéttbýlisins í landi Skála. Þykir völlurinn þrátt fyrir smæð sína einkar áhugaverður við að eiga fyrir golfarann, brautir eru stuttar en mjög krefjandi. Mikil vinna hefur verið lögð í að endurbæta völlinn á síðustu árum og búið er að byggja glæsilegan golfskála.  Formaður Golfklúbbs Vopnafjarðar er Steindór Sveinsson , s 894 4521

 

Golfvellinum hefur verið lýst svo:

Golfvöllurinn á Vopnafirði er 9 holu völlur, sem legu sinnar vegna hefur ákveðna sérstöðu meðal golfvalla á Íslandi.  Hæðótt landslagið, í tilfellum skásneitt, getur verið gestinum ögrandi viðureignar og þrátt fyrir smæð sína skortir fjölbreytnina ekki.  Fagurt umhverfið með myndarleg Krossavíkurfjöll handa fjarðar, eykur enn á ánægjuna.  Njótið leiksins – verið velkomin á Skálavöll.

 

                        Golfklúbbur Vonafjarðar
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir