Kirkjuból


KirkjubólIMG_6109.JPG

Húsið sem nú er kallað Kirkjuból var byggt árið 1900 fyrir verslunarstjóra Vídalíns og Zöllners-verslunarinnar. Í manntali 1901 er húsið kallað Nýji-Kastali og síðar Zöllnershús og því ljóst að Kirkjubóls heitið er síðari tíma nafngift.

Þeir bræður, Jón Múli og Jónas Árnasynir, voru fæddir á Vopnafirði og tóku sín fyrstu spor í þessu húsi. Faðir þeirra, Árni frá Múla, var forstjóri Hinna sameinuðu verslana á Vopnafirði um skeið og bjó þá hér í Kirkjubóli ásamt fjölskyldu sinni.

Bræðurnir eru Íslendingum að góðu kunnir m. a.  fyrir ríkulegt framlag sitt til menningar og lista á lífsferli sínum. Eftir þá liggja leikrit, söngvar og ljóð sem flestir Íslendingar þekkja og kunna. Hver kannast ekki við „Ekki gráta elskan mín,  þó þig vanti vítamín…“ eða hið kunna sönglag „Einu sinni á ágústkveldi ..."


Í Kaupvangi er setur þeirra bræðra að finna, Múlastofa, sýning sem er tileinkuð þeim bræðrum og lífsstarfi þeirra.  Við hvetjum ykkur til að koma þar við.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir