Ferðaþjónusta Ásbrandsstöðum


ÁsbrandsstaðirIMG_2961.JPG

•    Sumarhús/gistihús
•    Tjaldsvæði
•    Friðsæld
•    Falleg umhverfi
•    Sögutengdur staður
•    Fjölbreyttar gönguleiðir


Ásbrandsstaðir eru utarlega, norðanmegin í Hofsárdal, um 7 km. frá kauptúninu á Vopnafirði. Er farið um veg nr. 85 í Vesturádal og nr.  veg 920 í Hofsárdal.

Í öðru sumarhúsinu okkar er gistiaðstaða fyrir 6-9 manns, fer eftir samsetningu hópsins. Í hinu er pláss fyrir tvo. Tjaldsvæðið er þrískipt, fyrsti hlutinn er tún með rafmagnsstaurum, annar hlutinn er malarsvæði með rafmagnsstaurum, þriðji hlutinn er án rafmagns en með leiktækjum í kring.  Á svæðinu er þjónustuhús með tveim salernum og sturtu. Þar er einnig eldhús með eldunarastöðu, tvískiptum ísskáp og pappadiskur og plast hnífapörum ef gestum vantar.  Þar eru borð og stólar ásamt litlu borði fyrir börn. Úti er tréborð með áföstum bekkjum.
Einnig er leiksvæði með leiktækjum, meðal annars trampolini og kastala.


Síðasti landpósturinn á Íslandi bjó á Ásbrandsstöðum, Runólfur Guðmundsson. Faðir hans Guðmundur Kristjánsson var einnig landpóstur.  Í minningu þeirra ætlum við að koma upp litlu safni hér á Ásbrandsstöðum.  Ljóst er að starfi landpóstanna var oft á tíðum ansi erfiður þegar takast þurfti á við íslenska náttúru og veðurfar og einu fararskjótarnir voru hestar eða tveir jafnfljótir og yfir fjöll og firnindi að fara.

IMG_4371.JPG


Gestgjafar: Erla, Haraldur og Jón
Heimilisfang: Ásbrandsstaðir
Símar: 473-1459 eða 863-8734
Netfang: jon_haralds@hotmail.co.uk
Fylgdu okkur á Facebook:
https://www.facebook.com/ferdatjonustanasbrandsstadir/timeline    

GPS: 14°55´13,6"  65°42´14,3"   

Staðsetning á korti: http://ja.is/kort/?type=map&q=fer%C3%B0a%C3%BEj%C3%B3nustan%20%C3%A1sbrandsst%C3%B6%C3%B0um&x=687395&y=584766&z=8
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir