Ferðaþjónustan Hvammsgerði


Hvammsgerði – Gisting við Selá2009-10-16 08.04.20.jpg


•    Morgunverðarhlaðborð
•    Persónuleg þjónusta
•    Notaleg upplifun
•    Heimilislegt andrúmsloft

Hvammsgerði er staðsett niður við Selá, eina fallegustu laxveiðiá landsins. Ef keyrt er þjóðveg 85 frá Vopnafirði og norður í átt til Þórshafnar skal haldið framhjá afleggjaranum að Selárdalslaug og eftir um 1 km akstur blasir Hvammsgerði við frá veginum.  Hvammsgerði er um 8,5 km frá Vopnafirði.


 Í Hvammsgerði eru 7 herbergi, 1-4ra manna, með handlaug í hverju herbergi.  Góð uppábúin rúm eru í öllum herbergjum ásamt handklæðum.  Bað- og salernisaðstaða er sameiginleg.  Gestir hafa aðgang að setustofu, borðstofu, ísskáp, eldunaraðstöðu, grilli og veröndum umhverfis húsið.

 
Boðið er upp á kaffi og te í borðstofu án endurgjalds. Internetaðgangur í sameiginlegum rýmum.  Einnig er hægt er að panta tíma í gufubað.  Hin rómaða Selárdalslaug er í 5 km fjarlægð. Andrúmsloftið er heimilislegt og dýrin vappa um á hlaðinu.

Komið og njótið sveitasælunnar á bökkum Selár.  Fallegar gönguleiðir í nágrenninu.

2009-10-15 03.38.37.jpgGestgjafar: Steinunn og Þórður
Heimilisfang: Hvammsgerði
Vefsíða: hvammsgerdi.is
Netfang: stay@hvammsgerdi.is
Símar: 588-1298 eða 821-1298

GPS : N65° 49' 40.610" W14° 50' 23.820"

Staðsetning á korti: http://ja.is/kort/?type=map&q=Hvammsger%C3%B0i%20690&x=690025&y=598565&z=10


                                         
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir