Gunnar Gunnarsson


Minnisvarði um Gunnar Gunnarsson á VopnafirðiMinnisvarði um annað af höfuðskáldum Íslendinga, rithöfundinn og Vopnfirðinginn Gunnar Gunnarsson (1889-1975), stendur í brekkunni ofan við Garðaklett, utan við handverkshúsið við Hafnarbyggð.

Minnisvarðinn var afhjúpaður á aldarafmæli skáldsins árið 1989. Áletrunin á plötunni er tilvitnun í kvæðið Móðurminning sem var það fyrsta sem kom út eftir Gunnar, árið 1906. Þá var hann enn á Vopnafirði:

Efað þú færð mína móður upp spurt,
hvíslaðu að henni kveðju frá mér,
hvar sem hún er.

Gunnar Gunnarsson rithöfundurGunnar fæddist að Valþjófsstað í Fljótsdal 18. maí 1889 en fluttist 1896 með fjölskyldu sinni til Vopnafjarðar. Fjölskyldan settist að á Ljótsstöðum í Vesturárdal en móðir Gunnars lést árið eftir. Gunnar naut farskólagöngu í sveitinni og gekk í barnaskólann á Vopnafirði í eitt ár. Hann fékk einnig menntun hjá prestinum á Hofi, Sigurði P. Sívertsen. Árið 1907 yfirgaf Gunnar Gunnarsson heimahagana og hélt til náms við lýðháskólann Askov í Danmörku.Nánar um líf og list Gunnars:
Vefsíða Gunnarsstofnunar
Minnisvarði um Gunnar Gunnarsson afhjúpaður á Vopnafirði 1989
Minnisvarðinn afhjúpaður á Garðakletti árið 1989
að viðstöddum Svavari Gestssyni menntamálaráðherra
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir