Heiðarbýlin í göngufæri


Við bæinn Foss, VopnafirðiNú geta ferðamenn notið göngu í ósnortinni náttúru heiðanna ofan Vopnafjarðar og heimsótt gömlu heiðarbýlin um leið.

Á 19. öld og fram á þá 20. byggðust fjölmörg býli í Jökuldalsheiði og nágrenni. Fátækir bændur neyddust til að leita jarðnæðis upp til fjalla eftir að þröngt varð í sveitum á láglendi.

Byggðin í heiðinni stóð í rúma öld, frá 1841 til 1946. Þegar mest var bjuggu á heiðunum ofan Vopnafjarðar og Jökuldals vel á annað hundrað manns. Býlin í Jökuldalsheiði urðu alls 16 og voru reist á árunum 1841-1862.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, sveitarfélagið Fljótsdalshérað og Kaupvangur Vopnafirði hafa sameinast um menningartengda ferðaþjónustu á heiðunum. Hjá hverju býli er hólkur sem inniheldur upplýsingar um býlið, ábúendur og sögur þeim tengdar, gestabók og stimpil. Kort til að safna stimplum er til sölu í upplýsingamiðstöðinni Kaupvangskaffi á Vopnafirði en einnig í Sænautaseli og upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum. Þeir sem skila inn korti með tíu stimplum fá viðurkenningu og geta lent í lukkupotti.

Í upplýsingamiðstöðinni Kaupvangskaffi fæst ókeypis leiðarvísir að heiðarbýlunum í göngufæri.

Efri myndin er frá heyskap á bænum Fossi en sú neðri af Brunahvammi; rústir þess bæjar standa steinsnar frá nýjum þjóðvegi til Vopnafjarðar.

BrunahvammurTungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir